Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 14
62 SKINFAXI sína, sem vissulega hefðu getað orðið musteri hennar. Lífsblind vélhyggja kvaddi þar dyra og kom inn. „Sauðir“ alþýðuskólanna reyndust bágrækir á þeim öræfum, sem börnin koma ung til, og hverfa úr full- orðin að árum, kalin á hjarta og persónutrú um fátt. Allur skólalærdómur miðar fyrst og fremst að þvi að búa nemandann undir sérhæfingu háskólans. Lær- dómur hans sé slíkur, að honum veitist auðvelt að velja sér einhverja af hinum gerólíku lærdómsgreinum, er háskólinn býður upp á. En þrátt fyrir það, þó að snemma byrji hver í skóla, er naumt um tíma til að nema allt það og muna, sem nauðsynlegt telst, svo naumt, að þess er enginn kostur að lofa nemandanum að liugsa, láta hann einan í leit, verða sér úti um per- sónuskilning. Allir nemendur verða að vera eitt og sama eyra, hugur og hönd. Hinn vísi kennari veit svör við öllu, og það tekur styttri tíma að láta nemendanu læra utan að þau svör, en að leyfa honum að brjótasí um torleiði og heyja þar langar og strangar glímur við lifsgáturnar og komast kannske að framandi nið- ui’stöðum. Það er nokkuð til í því, að hið fyrrtalda mum reyn- ast allsæmilega í prófum, en við prófborð lífsins verður fátt um góðar einkunnir. Og það er nokkuð víst, sr skólum sleppir og út í lífið kemur, að litt verði um sjálfstæðar athuganir og athafnir, fátt verði hrotið til mergjar. Og það má finna þessum orðum stað þegar í dag. Hið pólitíska sjálfstæðisleysi æskunnar er ekkert und- ur, hin gagnrýnislausa þjónusta við úlfinn í sauðagær- unni, flóttinn út á yztu þröm, til hægri og vinstri, frá erfiði hugsunar, ályktunar, mats, til trúar, játningar. Svo er um flesta þá, er telja sig til menntamanna vegna langrar skólagöngu. Með þeim er engin árátta til að leita nýrra svara við þeim spurningum, sem sífellt knýja dýra. Hugsunin er þrotlaus, því að hún

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.