Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.07.1954, Blaðsíða 41
SKINFAXI 89 7. Geðslag, taugastyrkur og fjör. Geðslag hestsins er mjög veigamikið atriði. Hesturinn þarf að vera góðlyndur og auðsveipur. Hann má vera skapmikill, en þá ekki of bráðlyndur og fyrtinn. Hann verður að hlýða manninum fúslega, kergju- og mótþróalaust, vera skilnings- góður og fljótur að átta sig. Margskonar geðbrestir þekkjast hjá hestum, sem of langt yrði upp að telja hér. Taugastyrkur hestsins er engu þýðingarminni. Hann verður að vera alveg laus við fælni og liræðslu. Samfara hræðslu hests- ins er oft vantraust til mannsins. Sjónhræðsla og hljóðhræðsla er einnig algeng. Þá eru sumir hestar svo næmir fyrir kitlum, ef komið er við þá, að óþolandi má teljast. Allir þessir ókostir verða að dæmast hart. Fjörið er hér talið síðast en ekki sízt. Vinnuvilji og starfs- gleði liestsins ræður miklu um, hversu góð eign hesturinn er. Vilji eða fjör hestsins er óháð fyrrnefndum atriðum, geðslagi og taugastyrk. Því betra geðslag og meiri taugastyrkur, þeim mun skemmtilegra og verðmætara verður fjörið. Taugasterkur, óttalaus og geðljúfur hestur með miklu fjöri er það verðmæti, sem hestamenn þrá fremur öllu öðru. Þetta eru atriði, sem vandamest er að rækta, þvi að þau eru svo vandséð i fari hestsins. Þess vegna er tamning kynbótahrossanna undirstað- an fyrir ræktun veigamestu þáttanna í fari hestsins. 8. Heildarsvipurinn. Heildarsvipurinn er látinn vega nokkuð i dómsniðurstöðun- um, þvi að í fari hvers hests er „eitthvað", sem verkar ó hvern skoðanda og dómara, sem ómögulegt er að koma að orðum eða flokka með hinum atriðunum. Þessu „eitthvað" er gefið 10% af heildarmatinu, og þannig getur t. d. „góður hestur“, sem hefur í fari sínu ýmsa smágalla, sem draga hann niður i eink- unn, fengið leiðréttingu, en vel byggður „slæmur hestur“ gæti vegna einstakra einkunna lilotið of góðan dóm, þar sem hann kann að skorta þetta „eitthvað“ að meira eða minna leyti. 9. Dæmi um framkvæmd dóms. Nota má þessa dæmingaraðferð á almennum sýningum. Þá geta einkunnir hrossanna gilt þannig: 1. verðlaun A = 95—100 stig 1. verðlaun B = 90—95 — 2. verðlaun A = 80—90 — 2. verðlaun B — 75—85 —

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.