Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 19
SKINFAXI 19 og ftíll þá þessi starfræksla einnig niður, því nú skorti hiitann. Þessi litla tilraun hafði þó gefið hugmyndinni um sundlaugarbygginguna hyr undir vængk 1940 komu svo íþróttalögin, og horfði þá byrlegar, en fé var þó ekkert enn fyrir hendi að ráðast í slíkar framkvæmdir- Þá var félagsmaður í Gretti Jón Jónsson, forstjóri og aðaleigandi Hraðfrystihúss Flateyrar li.f. Var hann áhugamaður um félagsmál, og engiain hálfvelgju- maður. Rekstrarafkoma hraðfrystihússins var góð á þessum árum, og ákvað Jón, i samráði við meðstjórn- endur sína, að verja nokkru af rekstrarliagnaði til byggingar á sundlaug, sem hituð skyldi upp með kælivatnii l'rá vélum hraðfrystihússins. Var þetla gert, og laugin formlega afhent Grelti til starfrækslu á aðalfundi félagsins 1943. Grettir starfrækti svo sundlaugina i þrjú ár, með góðum árangri, en þá komii þau atvik til, að enn féll starfræksla niður. Eins og fyrr segir var félaginu aflient laugin til starfrækslu árið 1943, en hins vegar taldi stjórnin og félagsmenn, að í því liefði ekki fallizt eignarheimild fyrir lauginni. Nú liafði það tvennt gerzt, að skemmdir höfðu komið fram á laugarþró, og skipt Iiafði verið um vélar i hraðfrystihúsinu, og var ekki lengur hægt að nota kælivatn véla til upphitunar. Var Ijóst, að umhætur mundu kosla allmikið, og taldi félagið sér elcki fært að ráðast i slíkt án þess að skýlaus eignar- heimild fyrir mannvirkinu lægi fyrir. Hraðfrystihús Flateyrar hafði þá vcrið selt öðru félagi, og fyrri eigendur fluttir hurtu, en sundlaugin hafði verið undanslcilin i sölunni, enda munu þeir hafa lilið á hana sem eign Grettis, cins og síðar kom * ljós. Var nú leitað lil þeirra um formlegt afsal á lauginni til Greltis, og kom það í okt. 1948.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.