Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 42
42 SKINFAXI Umf. Framsókn, Flatey á Skjálfanda, fór skemmtiferð til Hríseýjar. Unnið var að skógrækt og félagsheimili er i smiðum. Umf. Völsungur, Húsavík, tekur þátt í byggingu suntílaugar. Félagið efnir til gönguferða fyrir yngstu félagana um helgar, er farið á skíðum, þegar snjór er. Hafin var reglubundin bók- menntakynning á hálfs mánaðar fresti með aðstoð kennara i kaupstaðnum. Var jafnan byrjað á að spila félagsvist, en síðan voru kynnt skáldverk, Ijóð og sögur, og þótti þetta gefa góða raun. — Fimleikar voru æfðir og sýntíir á Húsavik og að Breiðumýri. Umf. Afturelding, Þistilfirði, bauð heim U.M.F. Framtíðinni á Þórshöfn. Sýndur var sjónleikurinn Þrír í boði. Haltíið var áfrain byggingu íþróttavallar á Svalbarði. Umf. Núpsveitunga, Presthólahreppi, æfði sjónleikinn Sund- garpinn og sýntíi m. a. i tveim næstu sveitum. Átta piltar sóttu námskeið i leikfimi, kennari var Árni Sigurðsson. Umf. Öxfirðinga tók að sér skóggræðslu í Ásbyrgi og lagði þar fram 15 tíagsverk, einnig var unnið að skógrækt að Luntíi. 18 tíagsverk voru lögð fram fil umbóta á samkomustaðnum í Ásbyrgi. Félagið styrkti söngstarfsemi i sveitinni með 500 kr. framlagi. Umf. Leifur heppni, Kelduneshverfi, lék sjónleikinn Kven- fólkið heftir okkur, gaf út félagsblað, fór skemmtiferð um Öx- arfjörð. Félagið stentíur að byggingu félagsheimilis, og lagði hver félagsmaður fram 3—10 dagsverk á árinu. Umf. Einherjar, Vopnafirði, lagði fram samtals 77 tíagsverk við húsbyggingu, íþróttavallargerð og viðhaltí suntílaugar. Umf. Huginn, Fellum, hélt áfram byggingu félagslieimilis, og lagði hver félagsmaður fram tvö tíagsverk á árinu. Umf. Hróar, Hróarstungu, vann að endurbótum á félags- heimilinu. Bókasafn félagsins telur 920 bintíi og er metið á kr. 31943.00. Umf. Eiðaskóla æfði sjónleikinn Upp til selja og sýntíi hann m. a. á Eslcifirði og lleyðarfirði við ágæta aðsókn og untíir- tektir. Oft var farið til fjalla á skíðum, m. a. á Skýhnjúk. Umf. Höttur, Egilsstaðahreppi, byrjaði íþróttavallargerð. Gamanleikir fyrir börn voru sýndir tvisvar sinnum. Umf. Valur, lleyðarfirði, lagði fram kr. 9000.00 til félags- heimilis og í vinnu sjálfboðaliða kr. 1625.00. Umf. Leiknir, Búðahreppi, æí'ði fimleika, kennarar Jón Ól- afsson og Ingvar Ingólfsson, og glímu, kennari Sig. Haraltísson. Umf- Hrafnkell Freysgoði, Breiðdal, æfði knattspyrnu og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.