Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 45
SKINFAXI 45 landi“. Námskeið var í leikfimi og handbolta (þátttakendur 9 piltar og 8 stúlkur) og í þjóðdönsum, innlendum og crlendum (18 piltar og 12 stúlkur). Kennari var Höskuldur Goði Karls- son. Bókasafn telur 2385 bindi. Umf. Baldur, Flóa, gróðursetti G00 trjáplöntur að Einbúa, ræktaði einnig kartöflur og fékk góða uppskeru. Unnið var að gerð íþróttavallar að Einbúa. Leikinn var Saklausi svallar- inn. Tafldeild félagsins vann sæmdarheilið „bezta taflfélag Árnessýslu“ i keppni við Taflfélag Stokkseyrar. Farin var skemmtiferð í Þjórsárdal og að Gullfossi, þátttakendur 27. Umf. Vaka, Villingaholtshreppi, hóf byggingu fé'lagsheimilis að Villingaholti 1. júní, vegur lagður að byggingunni. Æfðir voru þjóðdansar og vikivakar að vetrinum, Ásrún Kristjáns- dóttir kenndi. Einnig æfðar íþróttir. Farin hópferð til Reykja- víkur á Sjómannadagskabarettinn, 34 þátttakendur. Umf. Skeiðamanna gróðursetti 12000 trjáplöntur í heima- skógreiti sveitarinnar. 25 dagsverk voru unnin við íþróttavöll félagsins og sundlaug. Kristján Jóhannsson kenndi fimleika og sund á 4 vikna námskeiði (þáttt. 39) og einnig þjóðdansa (þáttt.57). Farin tveggja daga ferð að Landmannalaugum i júlí. Umf. Gnúpverja gróðursetti 1000 trjáplöntur í skógræktar- stöð félagsins lijá Stóra-Núpi. Sýndir voru sjónleikirnir Doll- araprinsinn og Saklausi svallarinn. Félagið gefur út fjölritað blað, Gnúpverjann. Umf. Hrunamanna gróðursetti um 5000 trjáplöntur á Álfa- skeiði, en j)ar á það 4 ha. girðingu. Haldið var áfrarn bygg- ingu félagsheimilis. Tvær leiksýningar voru á Flúðum og tvær utan sveitar. Haldið uppi æfingum i íþróttum og sundi 1. apríl til 30. júní undir leiðsögn Þóris Þorgeirssonar. Umf. Biskupstungna gróðursetti 250 trjáplöntur, en auk þess var úthlutað plöntum til félagsmanna. Endurbætur voru gerðar á samkomuhúsi félagsins og girðingu mn það. Sjón- leikurinn Ekki er gott að maðurinn sé einn var sýndur nokkr- um sinnum, safnað örnefnum og æfðar íþróttir. Umf. Hvöt, Grímsnesi, hóf undirbúning að byggingu félags- lieimilis að Borg ásamt öðrum aðilum. Bókasafn telur 1270 bindi. Umf. Laugdada gróðursetti 750 trjáplöntur i landi félagsins. Fór í tveggja daga l'erð um Borgarfjörð i júní, þátttakendur 25. í bókasafni eru 390 bindi. Umf. Ölfusinga gróðursetti 3400 trjáplöntur i skógræktar- girðingu félagsins. Hélt áfram framkvæmdum við sundlaug.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.