Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 38
38
SKINFAXI
Frá hinu stóra sambandi, SkarphéSni, vantar aðeins eina
skýrslu og sama máli gegnir um H.S. Suður-Þingeyinga. Þetta
sýnir, livað liægt er að gera, og skal nú lieitið á livert ein-
asta félag að gera skil fyrir 1954.
ÚR SKÝRSLUM UNGMENNAFÉLAGANNA 1953.
Umf. Reykjavíkur hélt áfram byggingu félagsheimilis við
Holtaveg, svo og íþróttavallargerð. Kennd var glíma, frjálsar
íþróttir og þjóðdansar, einnig handbolti og leikfimi fyrir í'jöl-
menna deild unglinga.
Umf. Bessastaðahrepps efndi til tveggja daga ferðar til Þórs-
merkur og tólcst hún vel, þátttakendur 30.
Umf. Afturelding, Mosfellssveit vann að gerð iþróttavallar
við félagsheimili sitt, Hlégarð, enn fremur var lögð fram
188 stunda vinna við lagfæringu á lóð heimilisins. Haldnar
voru 12 samkomur og lögð stund á margs konar íþróttir.
Umf. Drengur í Kjós fór skemmtiferð á Snæfellsnes og í
Hallmundarhraun, hélt námskeið í vikivökum og þjóðdöns-
um (60 þátttakendur) og í fimleikum (40 þátttakendur). Kenn-
ari var Kristján Jóhannsson. Gróðursettar voru um 800 trjá-
plöntur að Félagsgarði og unnin um 40 dagsverk við iþrótta-
völl félagsins. Gefið var út liandritað blað, 5 tölublöð, og æfður
kvartett.
Umf. Vísir, Hvalfjarðarstrandarhreppi efndi til ferðar um
Suðurland og gönguferðar á Botnssúlur. Hélt námskeið í
þjóðdönsum, leikfimi og iþróttum (þátt. 25). Kennari var
Kristján Jóhannsson. Gaf út skrifað blað.
Umf. íslendingur, Andakílshreppi lauk vegargerð að Hrepps-
laug og grunni búningsklefa og samkomusalar. Kristján Jó-
hannsson kenndi þjóðdansa og leikfimi og íþróttir, og Páll Guð-
mundsson kenndi sund (þátttak. 25 og 15). Námskeið voru
einnig fyrir yngstu félagana. Bókasafn félagsins telur 915
bindi.
Umf. Dagrenning, Lundareykjadal vann m. a. að endurbótum
á félagsheimilinu. í bókasafni þess eru 1785 bindi, metin á kr.
14062.12.
Umf. Reykdæla, Reykholtsdal fór í skemmtiferð að Þing-
völlum og Þjórsártúni 5. júlí, þáttt. 35. Kristján Jóliannsson
kenndi þjóðdansa og íþróttir á námskeiði, og Jón Þórisson
leiðbeindi í leikfimi og útiíþróttum. Framkvæmd viðgerð og
endurbætur á félagsheimilinu og á girðingu um gróðurreit fé-
lagsins og hlúð að gróðri þar.
Umf. Egill Skallagrímsson, Álftaneshreppi bauð ungmenna-