Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 44
44 SKINFAXI Á lieimleið var komið að Þjórsártúni, þar sem héraðsmót Skarphéðins var haldið. Trjáplöntur voru gróðursettar í skóg- ræktargirðingu Iireppsins. Umf. Baldur, Hvolhreppi, sýndi sjónleikinn Almannaróm 7 sinnum og Spanskfluguna 8 sinnum víðs vegar um Suðurland. Ifélt námskeið í frjálsum iþróttum, kennari Jón Guðmundsson. Umf. Hekla, Rangárvöllum, gróðursetti 320 trjáplöntur í reit félagsins. Átján félagar fóru í skemmtiferð austur að Núpsstað 20.—21. júní. Samkomuhúsið að strönd var endurbætt og frjáls- ar íþróttir voru æfðar undir leiðsögn Jóns Guðmundssonar. Umf. Hrafn Hængsson, Rangárvöllum, sýndi sjónlcikinn Landabrugg og ást 9 sinnum viðs vegar um Suðurland. Farn- ar voru þrjár berjaferðir, á Landmannaafrétt, Hvolsvöll og að Næfurholti, voru 20 manns í hverri ferð, og 30 manns fóru i hóp til Reykjavíkur á sýningu i Þjóðleikhúsinu. Umf. Ingólfur, Holtum, keypti 660 trjáplöntur, sem gróður- settar voru á 24 bæjum i hreppnum. Farið var á Landmanna- afrétt 20.—21. júní, þátttakendur 60. í bókasafni félagsins eru 773 bindi, 45 keypt á árinu. Umf. Ásahrepps fór að Landmannalaugum og Landmanna- helli 21.—22. júní, þátttakendur 22. Unnið var í trjágörðum fé- lagsins og sveitarinnar, samtals 27 dagsverk. Við félagsheim- ilið voru unnin 24 dagsverk. Bókasafn telur 760 bindi. Umf. Samhygð, Gaulverjabæjarhreppi, gróðursetti 10855 trjá- plöntur, þar al' 2600 í Þrastaskógi og 1915 á 26 heimilum í sveitinni. Unnið var í íþróttavellinum hjá Félagslundi og í fé- lagsheimilinu, m. a. sett terazzo á öll steingólf. Safnað var ör- nefnum og atliugaðir möguleikar á að hefta landbrot það, sem Þjórsá veldur árlega á túninu í Selparti, safnað var kr. 7050.00 handa félaga, er slasaðist á íþróttamóti, og kr. 1450.00 til Hollandssöfnunar. Sýndir voru sjónleikirnir Opinberun ráðs- konunnar og Cox og Box, sá fyrr nefndi einnig sýndur á Stokkseyri. Steindór Gíslason kenndi skeifnasmíði á námskeiði, sem firnrn félagar sóttu. Félagið gefur út skrifað lilað, sem lesið er upji á vetrarfundum. í bókasafni eru 480 bindi, 40 keypt á árinu. Umf- Stokkseyrar gróðursetti um 2000 trjáplöntur. Hélt fim- lcikanámskeið IV2 mánuð, kennari Höskuldur Goði Karlsson, þátttakendur um 20. Bókasafn telur 1212 bindi, 59 keypt á árinu. Umf. Eyrarbakka gróðursetli 200 trjáplöntur í reit félagsins, en auk þess unnu 25 félagar að gróðursetningu í Þrastaskógi. Safnað var örnefnum og örnefnaþættir birtir í blaðinu „Suður-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.