Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 41
SKINFAXI 41 sundi. Kennari var Hermann Sigtryggsson, þátttaka var ágæt (15—44). Umf. Dagsbrún, Glæsibæjarhreppi, efndi til berjaferðar út i Höfðahverfi 30. ágúst. Hermann Sigtryggsson kenndi fim- leika og frjálsar íþróttir á námskeiði 38 tima, þátttakendur 17. Unnið var að trjáplöntun og heyskap. Umf. Öxndæla gekkst fyrir sundnámskeiði að Laugalandi. Góð þátttaka. Kennari var Hermann Sigtryggsson. Bindindisfélagið Vakandi, Hörgárdal, heiinsótti U.M.F. Dags- brún 12. júlí. Sýndur var sjónleikurinn Á ferð og flugi. Sérstök leiksýning var fyrir hörn á félagssvæðinu. Umf. Möðruvallasóknar þá heimboð U.M.F. Dagsbrúnar 12. júlí. Námskeið voru í þjóðdönsum og fimleikum, knattspyrnu, frjálsum íþróttum og sundi. Þátttakendur voru allt að 25. Kenn- ari Hermann Sigtryggsson. Gróðursettar voru um 350 trjá- plöntur í reit félagsins, og keyptur var fjölritari fyrir útgáfu félagsblaðsins. Umf- Svarfdæla, Dalvík, gróðursetti 190 trjáplöntur í reit fé- lagsins, gaf kr. 2000.00 til kirkjubyggingar í Dalvík, og hélt námskeið í frjálsum íþróttum; kennari var Hermann Sigtryggs- son. Umf. Þorsteinn svörfuður, Svarfaðardal, sýndi sjónleikinn Leynimel 13 þrisvar sinnum. Innan félagsins er barnadeild, sem liélt tvær samkomur á árinu. Félagið rekur búskap, á m. a. nokkrar kindur og heyjar handa þeim, en selur auk þess hey. Umf- Einingin, Bárðardal, fór skemmtiíerð um Höfðahverfi og Eyjafjörð 5. júlí, þátttakendur 40. Umf. Mývetningur, Mývatnssveit, stendur að byggingu félags- heimilis ásamt öðrum aðilum. Lögðu félagsmenn fram vinnu á árinu, karlar fjögur dagsverk, cn konur þrjú. Umf. Efling, Reykjadal, liélt námskeið i þjóðdönsum með 50 þátttakendum. Einnig voru námskeið í leikfimi og frjálsum íþróttum, kennarar Aðalsteinn Jónsson og Vilhjálnmr Pálsson, þátttakendur 10—20. 50 manns fóru skemmtiferð i Austurgil 9. ágúst. Umf. Ljótur, Laxárdal, girti lóð samkomuhússins og mun síðar gróðursetja þar trjáplöntur. Hver félagsmaður vann einn dag að heyskap til ágóða fyrir félagssjóð. Umf. Gaman og alvara, Ljósavatnshreppi, fór í skemmtiferð til Skagafjarðar, þátttakendur 30. Ingibjörg Steinsdóttir kenndi leiklist á þriggja vikna námskeiði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.