Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 23
SKINFAXI 23 vera sérstök þjóð vegna þess, að við varðveitum sér- staka tungu og sérstaka menningu, sem engir geta varðveilt nema við. Ef viið bregðumst íslenzkri menn- ingu og íslenzkri lungu hljóta þær að glatast. En verndun þessara verðmæta, sem ])jóðerni íslendinga og þjóðleg tilvera er undir komin, byggist á rækt við islenzka sögu, íslenzkar bókmenntiir og tunguna sjálfa. Og óneitanlega er liægt að meta þetta allt og glæða ræktarsemi og aðdáun annarra á því, livað sem líð- ur afstöðu olckar til málefna líðandi stundar. Þó að okkur verði Iieitt í hamsi vegna ágreinings um utan- ríkismál, svo sem eðlilegt er, ættnm við þó engu að síður að vera menn til að laka höndnm saman til verndar því, sem við viljum allir vernda. I öðru lagi er svo liinn siðferðilegi réttur okkar til að eiga þetta land. Hann byggist á því að við nytjum það og ræktum svo vel, að aðrir geri það ekki betur. Við erum vcl að landinu komnir gagnvart samtíðar- mönnunum ef við nytjum ])að svo vel að það gefi af sér eins mikið og verða má liungruðu mannkyni til heilla. í þeim efnum gerast nú merkilegir hlutiir. Eins og þú veizt, er rányrkjan höfuðsynd mannkyns- ins. Mörg lönd, sem áður voru blómleg og auðug, hafa ýmist orðið gróðurlausar sandauðnir eða örfoka klappiir og skriður. Ég nefni aðeins Gyðingaland, Mesópótamíu, Sahara, Turkestan og Grikkland. En lengi mætti telja og hafa þar með ýmis héruð Ameríku. Sama sagan hefur gerzt við sjóinn. Það er víðar en kringum Færeyjar, sem auðug fiskimið liafa verið evdd. Með þetta allt fyrir augum sjáum við það enn bet- ur en ella hvilik stórmál ræktun landsins og vernd fiskimiðanna eru. Það er óskaiilegt, að ])jóðiír, sem sækja fisk á íslandsmið og þurfa að fá matbjörg úr þeim sjó, slculi fjandskapast við þjóð okkar vegna ])ess, sem hún gerir til verndar fiskistofninum. En

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.