Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI Malvin G. Whitfield. Nokkrum ísl. íþróttamönnum gafst á s.l. hausti tækifæri til að kynnast þessum snjalla íþróttamanni, er hann gisti lteykja- vík og Akureyri á ferð sinni um heiminn til þess að kynna bandarískar iþrótlir og auka vináttuhug þjóða á meðal. Hér var aðdáanlegur maður á ferð. Maður, sem sótt hafði til íþróttanna hið bezta sem þaðan verður fengið. Hann var lika nú fyrir skemmstu sæmdur Sullivanbikar bandarísku íþróttahreyfingarinnar (nokkurskonar konungsbikar eða for- setabikar) vegna kjörs hans sem bezta íþróttamanns Banda- ríkjanna 1954. — Whitfield hefur unnið 800 m hlaupið á tveim Ólympiuleikum. Nýlega birtist opið bréf til ungra frjálsíþróttamanna frá Whitfield: „Ef þig langar til þess að verða frábær hlaupari, skrifaði Mal, eins og Amerikumenn kalla Whitfield, „þá vcrð- ur þú f.vrst og fremst að ala með þér sterkan áhuga fyrir hinni ágætu íþrótt; vera fús til þess að leggja á þig erfiða vinnu, svo þér takist að þroska öfluga lilaupagetu; vera fús til þess að hlýða leiðbeiningum kennara ])íns, og setja þér að verða ekki sérhyggjumaður, heldur góður félagi til þess að mynda sterka heild; ákveðinn i að lifa hófsömu lífi; læra að þekkja, hvað þér er fyrir beztu í mat; reykja hvorki né drekka áfenga drykki. Þú verður að gæta liátternis þíns i hvi- vetna, ákveða með sjálfum þér að taka sigri með hógværð og ósigri með jafnaðargeði; læra að búa líkama þinn vel undir áreynslu þá, sem íþrótt þín krefst al' þér, læra gott hlaupalag — og það sem þýðingarmest er, falla ekki út úr hinu rétta hlaupalagi, þrátt fyrir álag keppninnar né held- ur þó að þú þreytist; læra að sigrast á ótta; fella inn í þjálfun ]jína „hæl-á-tá“ göngulagið, því að það mun færa ineð sér slökun á öllum vöðvum líkama þins. Þessi æfing liefur haft mikla þýðingu fyrir mig, svo ég mæli með lienni af reynslu. Til ]>ess að vita, hvernig þú dugar, þá rcyndu sjálf- an þig í.keppni, þegar þú hefur aflað líkama þinuin keppnis- hæfni. Ákveddu ávallt með sjálfum þér fyrir hvert hlaup, hvernig þú ætlar að hlaupa. Láttu aldrei keppinaulana ákveða hraða þinn né skref, og treystu fullkomlega á þína eigin getu til þess.að ná því bczta, sem þjálfun ]>in getur fært þér. Þátt- taka í frjálsum íþróttum getur lagt undirstöðu undir siðari störf þin í þjóðfélaginu. Sá íþróttamaður, seiu vinnur sér heiður í frjálsíþróttakeppni, aflar sér góðrar kynningar og liefur tækifæri til þess að vinna virðingu annarra með íþrótta- færni sinni og íþróttamennsku.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.