Skinfaxi - 01.04.1955, Page 28
28
SKINFAXI
Ég hef sleppt því til þessa að minnast á átthaga-
tryggðina. Flest ungmennafélög vinna eitthvað fyrir
byggðarlag sitt. Átthagatryggðin er undirrót ættjarð-
arástar og þjóðrækni. Hún er líka hverjum manni
hvöt til að yrkja og rækta sinn reitt sem bezt. í lienni
og gegnum hana Jiirtist og þróast ást þjóðanna á landi
sínu. En einmitt tryggðin við landið er eitt af hinum
þjóðlegu verðmætum, sem líf og tilvera þjóða livílir
á. Það er ekki móðurmálið, sem gerir Svisslendinga
að þjóð, heldur miklu fremur átthagaástin og ætt-
jarðarástin. Átthagatryggðin er rík í okkur eins og
öðrum. Við eigum mörg átlhagafélög í Reykjavík og
sum góð. En það er meira vert að eiga átthagafélög
heima i hverri byggð. Ungmennafélögin hafa verið
slík átthagafélög. Og við skulum vona það og treysta
því, að þau lialdi áfram að vera jiað.
Við megum ekki kasla þeim frá okkur, j)ó að okk-
ur langi stundum meira til að starfa í öðrum félags-
skap á takmarkaðra eða afmarkaðra starfssviði. Ger-
um jiað lika, hver eftir sinni sannfæringu og kröftum,
en án jiess að bregða trúnaði við hið mannlega og
jijóðlega, sem getur sameinað okkur öll, á að sam-
eina okkur og verður að sameina oklcur.
Með beztu óskum um gleðilegt ár og gott félags-
starf.
Bái í Dal.
Hér lýkur þætti Vestfirðinga.