Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 21
SKINFAXI 21 fram að leggja nema vinnu sína í þágu félagsins, og liafa því þessar framkvæmdir verið þeim ærið verk- efni, þótt ekki scu ])ær meiri. Og nóg verkefni eru framundan, því mikið skortir enn á, að laugin sé komin i það liorf, sem æskilegt er. En slikt her sízl að harma. Starfið fyrir sundlaugina liefur verið líftaug Grett- is. I>ar hefur félagið haft verkefni, svo nálægt, að allir hafa getað eygt tilganginn, en síðasti áfanginn þó nógu fjarlægur til þess að veita áframhaldandi verkefni um mörg ár enn. Auk þess veilir svo livert sumar nýtt starf við að sjá um sundnámskeið og afla fjár til þeirra, því að sjálfsögðu er ekki liægt að reka sundlaugina, þó ekki sé meir en mánaðartima á sumri hverju, án verulegs halla. Loks er þá að minnast á það, hvers virði þessii sundlaug er Flateyringum. Nú eru flest börn farin að fleyta sér á sundi 6—7 ára gömul, og hygg ég að mörgum foreldrum sé 'rórra, er þau vita börn sín á bryggjunni og út um báta, nú en áður, þeg- ar þau gátu enga björg sér veitt, ef þau féllu í sjó, og fimm fulltíða menn má sannanlega telja hér á Flat- eyri, sem hafa bjargað lífi sinu eingöngu vegna sund- kunnáttu. En þella er saga, sem svo víða gerist um ísland, þótt það sé aðeins rifjað upp hér. Hin almenna sund- kunnátta íslendinga er áreiðanlega ekki lakasti þátt- urinn í slysavörnum landsmanna. Loks vil ég svo þakka þeim mönnum, sem stóðu að setningu íþróttalaganna 1940, og íþróttafulltrúa, sem jafnan hefur fylgzt með málum okkar hér af vakandi áliuga. Án þeirrar livatningar mundi litið félag i útkjálkaþorpi sennilega liafa heykzt á þvi að koma óskadraum sínum um sundlaug í framkvæmd.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.