Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 47

Skinfaxi - 01.04.1955, Blaðsíða 47
SKINI'AXI 47 FRÉTTIR OG FÉLAGSMAL Starfsíþróttir. Stjórn U.M.F.f. vill hvetja ungmennaféiögin til þess aö ein- beita sér að starfsíþróttum og þá ekki sízt þeim verkefnum, sem gerð eru við liæfi unglinga og unnið er að yfir léngri tíma. Reynsla annarra þjóða sannar, að við þessi störf vakn- ar áhugi unglinga fyrir hinum margvíslegu verkefnum, sem fullvaxinna bíða i þjóðfélaginu. Unglingurinn fær löngun til þess að kynna sér allt varðandi verkefnin og eykur á þann hátt þekkingu sína og færni í starfinu og verður að sama skapi betri þegn. U.M.F.Í. hefur látið prenta og fjölrita leiðbeiningar í ýms- um greinum starfsíþrótta. Nokkrar nýjar er auk þess verið að undirbúa. Ættu umf. að kynna sér þau verkefni, sem þegar eru tilbúin, og scnda tillögur um ný viðfangsefni. Skrifstofa U.M.F.Í mun senda umf. leiðbeiningar eftir beiðni. — ]>eið- beinandi U.M.F.Í. í starfsiþróttum er Stcfán Ól. Jónsson. kenn ari við Laugarnesskólann í Rvík. Geta ungmennafélagar snúið sér til lians, ef þeir eru í bænum. Heimasími hans er 3976. Mót norrænna ungmennafélaga. Næsta mót verður haldið i Danmörku 5.-—12. júní i sumar, og sér Sydslesvigs danske ungdomsforeninger um það, ásamt De danske ungdomsforeninger. Dagana 5.—9. júni verður dvalizt í Sönderborg íþróttaskólanum, sem er norðan við þýzku landamærin og er einn glæsilegasti skóli Dana. Ferðir verða farnar til merkra staða í nágrenninu, einnig sunnan landa- mæranna, en þar verður mótið 9.—12. júni. Dvalarstaður þar verður Christianslyst, lieimili umf. i Suður-Slésvík. Dvalar- kostnaður er áætlaður d. kr. 150.00. íslenzkir ungmennafé- lagar, sem hafa liug á að sækja mótið, snúi sér sem fyrst til skrifstofu U.M.F.Í. Ungmennafélagar. Minnist Skinfaxa, þegar eittlivað er til frásagnar af félags- lifinu, sendið fréttir jafnóðum af öllum liinum merkari at- vikum, t. d. íþróttamótum, aðaláföngum við framkvæmdir s. s.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.