Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 3

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 3
■ £kiH^axi Tímarit U.M.F.Í. 2. hefti 1958 • Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélags Islands. Pósthólf 1342. — Reykjavík. Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð. Ritstjóri: Guðm. Gislason Hagalín. Simi 50166. • Félagsprentsmiðjan h.f. Grundvöllur lýðræðisins er kosningar- réttur allra þeirra þjóðfélagsborgara, sem náð liafa þeim aldri, þroska og þeklc- ingu, að telja megi, að þeir Iiafi skilyrði til að mynda sér skoðanir á vandamálum þjóðfélagsins og hafi öðlazt þá áhyrgðar- tilfinningu, að þeir fylgi þeim málstað, sem þeir telji réttastan. Öllum er Ijóst, að menn eru gæddir misjöfnum hæfileikum til þroska og þekkingar og ekki síður mismunandi skil- yrðum til manndóms. Þá liggur og í aug- um uppi, að menn eiga við að húa ýmsar og ólikar aðstæður til að njóta hæfileika sinna svo, að þeir megi teljast færir um að gegna þeirri miklu þjóðfélagsskyldu, sem þeim er lögð á herðar og velfarnað- ur einstaklinga og þjóðfélagsheildar er undir kominn. Því eru og til ærið margir, sem segja: „Þjóðfélaginu getur aldrei farnazt vel undir handleiðslu lýðræðis- ins. Til þess að svo megi verða eru allt of margir þjóðfélagsborgarar heimskir, fáfróðir, kærulausir, ósjálfstæðir eða ó- lilutvandir. Mjög mikil‘1 hluti kjósenda- hópsins er og verður alltaf auðunnin hráð áróðri, blekkingum, ofríki og mútum í einhverri mvnd!“ Og víst mundu ærnir vankantar á lýð- ræðinu — eins og það kemur okkur fyr- ir sjónir í ýmsum löndum heims. Allir liafa heyrt í útvarpi og lesið í blöðum frá- sagnir þeirra tíðinda, sem undanfarið liafa gerzt í Frakklandi. Þar hafa setið að völdum, frá því að landið losnaði undan oki nazismans, margir tugir ríkisstjórna og ærin vandkvæði rikis og þjóðar verið virt að vetlugi, þá er flokksforingjar og flokkar hafa séð völd og stundarhags- muni í veði. Upplausn og ráðleysi jókst með hverri nýrri stjórnarkreppu, og loks kom þar, að valdamenn, sem réðu herj- um landsins, ógnuðu með vopnaðri valda- töku, ef völdin yrðu ekki fengin í hendur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.