Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 20
52
SKINFAXI
á byrjuninni — eins og það er kallað? Þó
að margir af eldri mönnunum, sem hafa
áhuga á þessum málum, séu þar fróðir,
mundi ýmsa af liinum yngri skorta þar
yfirsýn.“
„Ungmennafélögin áttu sér þegar í
upphafi marga forystumenn, sem voru
fullir af áhuga fyrir alhliða viðreisn og
umbótum, og íþróttaleg þjálfun unga
fólksins lá þeim þegar þungt á hjarta.
Einn af þessum áhugamönnum var Þór-
hallur Bjarnason, prentari á Akureyri.
Árið 1907 steig hann á stoklc og strengdi
þess heit að gangast fyrir „sæmdarvæn-
legri þátttöku“ Islendinga í Ólympíuleik-
unum 1912. Þórhallur tók síðan að vinna
að þessu með Jóhannesi Jósefssyni og
fleiri áhugamönnum, og vannst þeim svo
vel, að flokkúr frá U.M.F.Í. fór á Ólymp-
íuleikana árið 1908.“
„Þar var vel að verið, ekki meiri en
voru fjárráð manna hér á landi í þann
tíð. En voru þá ekki starfandi einhver
félög, sem legðu eingöngu stund á íþrótt-
ir? Það er eins og mig minni það.“
„Jú, það voru starfandi í kaupstöðum
og kauptúnum 9 félög, sem einvörðungu
sinntu íþróttum og vildu alls ekki taka
vipp á arma sína ýmis þau mál, sem voru
á stefnuskrá U.M.F.Í., þó að margir af
forystumönnunum væru þeim raunar
hlynntir. Má þar til nefna algert bindindi
og málhreinsun. Og þessi félög stofnuðu
svo Iþróttasamhand Islands árið 1912 á
fundi í Bárunni í Beykjavik. Það sendi
síðan menn á Ólympiuleikana 1912.“
„Þetta samband liefur svo auðvitað lit-
ið á sig sem sjálfsagt til forystu um vöxt
og viðgang íþróttamálanna í landinu?“
„Já, vitaskuld gerði það það. Og á
næstu árum fóru fram nokkrar samn-
ingaumleitanir milli Í.S.Í. og U.M.F.Í. um
að ungmennafélögin gætu gengið i Í.S.Í.
fyrir lægra gjald á hvern félaga en í-
þróttafélögin guldu. En samningar tók-
ust ekki, og unnu nú hvor tveggja sam-
böndin að íþróttamálum, hvort á sínum
vettvangi.“
„Höfðu þau þá enga samvinnu sín á
milli?“
„Jú, og ber þá sérstaklega að nefna, að
tvisvar á tímabilinu frá 1920—1930 höfðu
þau samstarf um námskeið handa i-
þróltaleiðheinendum. Hafði þessi sam-
vinna þeirra mikil og heillavænleg áhrif
á þróun iþróttanna í landinu.“
„Svo koma íþróltalögin til sögunnar.“
„Já, árið 1939 er frumvarp til iþrótta-
laga lagt fram á Alþingi. I því var gert
ráð fyrir, að samböndin væru jafnrétt-
há til starfsemi og styrkja. Þessu mót-
mælti stjórn Í.S.Í. Vildi hún láta viður-
kenna aðeins eitt íþróttasamband, taldi
það fyrirkomulag vænlegra til sam-
ræmdra heildarátaka og framkvæmda
inn á við og út á við. Varð úr þessu nolck-
urt þref, og forsætisráðherra, sem þá var
Hermann Jónasson, afturkallaði frum-
varpið, kvaðst vilja fá úr þvi skorið,
livort iþróltamenn landsins og íþrótta-
frömuðir teldu það svo mikils virði, að
þeim þætti til vinnandi að koma sér
saman um jákvæða afstöðu. Samböndin
tóku nú upp samninga sin á milli, og varð
það að samkomulagi, að I.S.I. yrði æðsti
aðili um frjálsa iþróttastarfsemi áhuga-
manna og kæmi fram erlendis af Íslands
hálfu í íþróttamálum.“
„Og skipulagið er — í fám orðum
sagt?“