Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 25
SKINFAXI 57 tiettCa\\$i AtarfaiHA Héraðsþing Skarphéðms 1958. Iléraðssambandið Skarphéðinn liáði ársþing sitt í Hveragerði 11.—12. janúar s.l., og mættu á því 43 fulltrúar og þrír gestir, íþróttafulltrúi ríkisins, Gunnar Jóhannesson prófastur og Brynjólfur Melsteð. Þingið tók fyrir og afgreiddi fjölmörg mál, bæði félagsmál og ýmis nauðsynja- mál héraðsins. I íþróttamálum voru með- al annars samþykktar þessar tillögur: „Þingið samþykkir að livetja sam- bandsfélögin til þess að útnefna æfinga- stjóra og jafnvel fleiri en einn, ef um niargar íþróttagreinar er að ræða. Að efnt verði til funda fyrir æfingastjóra fé- laganna eða leiðbeinendur á félagssvæð- inu og leitast eftir samstarfi við íþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni í þeim efnum.“ „1 tilefni af 30 ára afmæli Haukadals- skóla og 60 ára afmæli Sigurðar Greips- sonar beinir þingið því lil sambandsfé- laganna, að þau beiti sér fyrir þvi, að tekin verði upp glímukennsla í barna- skólum, samfara almennri kennslu í leikfimi.“ Samþykklar voru tillögur um, að sam- bandsfélögin gengjust fyrir hátíðahöld- nni á þjóðliátíðardaginn hvert í sinni sveit, að her verði á burt úr landi eins fljótt og öryggi landsins leyfir, að lagðar verði niður vínveitingar í veizlum ríkis- stjórnar og ríkisstofnana, að hert verði a kröfum til endurheimtar liandrita úr dönskum söfnum, atliugað, hvort tiltæki- leg þyki rannsókn á meintum eignarrétti Kaupmannahafnarháskóla á handritum í Árnasafni, og kostað kapps um að halda vakandi þeim áhuga, sem fram hefur komið um að geta tekið sæmilega við liandritunum, þegar sú stund kemur, að við fáum þau til varðveizlu. Skorað var á félögin á sambandssvæðinu að leggja meiri áherzlu á að senda keppendur á starfsíþróttamót sambandsins og undir- búa þátttöku eftir föngum, og lýst yfir því áliti, að heppilegt mundi að dreifa starfseminni á ýmsa árstima, t. d. með því að láta búfjárdóma fara fram að vetri til. Þá voru félögin hvött til skógræktar- starfsemi og samþykkt áskorun til stjórn- ar sambandsins um útvegun á sameigin- legum leiðbeinanda lianda félögunum í leiklistarstarfsemi. Ennfremur var stjórninni falið að láta fara fram Ijós- myndakeppni innan félaganna af falleg- um stöðum og atvinnulífi héraðsins. Loks var gerð svohljóðandi samþykkt: „Héraðsþing Skarphéðins, haldið i Hveragerði 11.—12. janúar 1958, lítur svo á, að félagsstarfsemi einstakra félaga inn- an sambandsins sé ekki rækt svo sein æskilegt væri og telur rika þörf að úr því sé bætt. í þessu sambandi vill þingið sérstaklega benda á gagnkvæmar heim- sóknir félaganna og að lögð verði meiri rækt við fundastarfsemina. Ennfrem- ur gæti verið lieppilegt að fá duglega áhugamenn í félagsmálum til að heim- sækja félögin öðru hverju. Einnig taldi þingið æskilegt, að nánari samvinna tæk- ist milli ungmennafélaganna og barna- kennara um þátttöku skólabarna í félags- málum og minnir í því sambandi á dans- æfingar, framsögn og leikstarfsemi.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.