Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 11
SKINFAXI 43 Aðkallandi nauðsynjamál Viðtal við Stefán Ól. Jónsson. Ritstjóri Skinfaxa lítur þannig á, að sá vísir að starfsíþróttum, sem hér hef- nr skotið upp á siðustu árum, muni gela orðið upphaf eins liins mesta nytjagróðr- ar, sem fram hefur komið með islenzku þjóðinni um langt skeið. Starfsíþróttir eru merkilegt mál frá hagrænu sjónar- miði, en þær liafa líka sitt menningar- l'ega og siðferðilega gildi. Margir þættir þeirra stefna að þvi að auka menningu heimilanna, og allar miða þær að auk- inni virðingu fyrir myndarskap og mann- dómi í verkshætti, utan liúss og innan. Ritstjórinn hitti þvi að máli Stefán Ólaf Jónsson, aðalforgöngumann þessara íþrótta hér með okkur Islendingum, og spurði hann, hvers hann teldi sérstaklega vant þeim til framdráttar. En áður en verunnar. Steinn varð og það skáld, sem öðrum fremur reyndist fyrirmynd og lærifaðir þeirrar skáldakynslóðar, sem kom fram upp úr styrjöld- inni miklu, þá er enn á ný hafði verið steypt «f stóli goðum þeim, sem tilbeðin liöfðu verið, og lifið sýndist óráðsganga um auðnir og einstigi. Sem maður og persónuleiki óx Steinn með liverju árinu siðasta áratuginn, sem liann lifði. Var komin yfir liann reisn þess manns, sem þrátt fyrir auðnir, vegleysur og myrkvaðan himin Veit veg sinn, því að hið innra með honum talaði æ skýrar sú rödd, sem segir: Lát engan blinda þig eður fjötra. Sjálfur leið þú sjálfan þig. Ljóð Steins frá árunum 1934—54 komu út í einu bindi árið 1956, og heitir sú bók Ferð án fyrirlieits. liann kæmi að því atriði, þótti rétt að víkja að upptökum starfsíþrótta erlendis og þróun þeirra hér, þó að raunar megi öllum nema hinum yngstu lesendum Skinfaxa vera ljósir málavextir. „Starfsiþróttir eiga upptök sín í Banda- ríkjunum,“ sagði Stefán, „í rikinu Rlinois — nánar til tekið.“ „Og live gamlar eru þær?“ „Frá því skömmu fyrir síðuslu alda- mót.“ „Svo gamlar, já. Ekki vissi ég það. En hér komu þær fyrst fram fyrir fimm árum, ef ég man rétt?“ „Já, frændur okkar á Norðurlöndum urðu á undan okkur á þessu sviði. Svíar liafa til dæmis livorki meira né minna en 90 ráðunauta, sem starfa að þessum mál- um. Sumarið 1952 fór ég utan og ferð- aðist um Noreg, Svíþjóð og Danmörk til ])ess að kynnast starfseminni, dvaldi lengsl í Noregi. Síðan skrifaði ég grein- ar um málið liér heima, og sumarið 1953 ferðaðist ég milli ungmennafélaganna, flutti erindi og leiðbeindi.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.