Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 26
58 SKINFAXI Vill Skinfaxi vekja sérstaka athvgli á þessari samþykkt. Magnús Guðmundsson, sem í tíu ár hef- ur verið í stjórn sambandsins, baðst und- an endurkosningu, og þakkaði héraðs- stjóri, Sigurður Greipsson, Magnúsi langt og gott samstarf. Stjórnina skipa nú, auk Sigurðar Greipssonar, Eyþór Einarsson og Her- mann Sigurjónsson. Héraðsþing U. M. S. IC. 35. héraðsþing U. M. S. Kjalarnesþings var haldið i Hlégarði i Mosfellssveit 1.—2. marz 1958. Meðal gesta þingsins voru for- seti í. S. í., Benedikt G. Waage, fram- kvæmdastjóri U. M. F. I. og umsjónar- maður starfsíþrótta. Alls voru mættir 26 fulltrúar. Þingið kom víða við og gerði fjölda samþykkta, og skal hér nokkurra getið: 1. Ályktað að heppilegast væri, að af- greiðsla Skinfaxa sendi hann beint til á- skrifenda, en ungmennafélögin útvegi kaupendur hvert á sínu félagssvæði og ábyrgist greiðslu. 2. Áréttuð tillaga sú í handritamálinu, sem kom fram á síðasta þingi U.M.F.I. og skorað á ríkisstjórnina að hefjast handa um byggingu húss yfir handritin. 3. Skorað á Búnaðarfélag Islands um samvinnu við U.M.F.Í. um skipulagningu starfsiþrótta. 4. Lýst yfir því, að dvöl erlends herliðs hér á landi sé ósamrýmanleg hugsjónum ungmennafélaganna — og talið, að rík- isstjórnin hafi gengið á gefin loforð. 5. Ályktað, að bezta bindindisstarfsemi félaganna sé fjölhreytt félagslíf og sam- þykkl að skora á félögin að efla almenna félagsstarfsemi meðal yngra fólksins með námskeiðum um félagsmál og fræðslu- fundum. 6. Samþykkt að félögin beiti sér fyrir fræðslustarfsemi i skák og bridge — og talið æskilegt, að fram fari unglinga- keppni í skák og keppni milli sambands- ins og annarra aðila. 7. Skorað á Bandalag ísl. leikfélaga og Þjóðleikhúsið að auka aðstoð sína við leiðbeiningarstörf í leiklist meðal ung- mennafélaga. 8. Sambandsstjórn falið að koma á dómaranámskeiði i frjálsum íþróttum á félagssvæðinu. 9. Sambandsstjórn gangist fyrir fræðslu- og kynningarfundum hjá félögunum. 10. Hvatt til samstarfs við skógræktar- félög sambandssvæðisins, skorað á hvern félaga að vinna að minnsta kosti einn dag á ári að skógrækt og sambandsstjórn fal- ið að mælast til þess við stjórn U.M.F.Í. að hún stuðli að því sama um land allt. Ennfremur, að reynt verði að koma því til leiðar, að ungmennafélögin fái fullan rétt á við skógræktarfélögin til þeirra styrkja, sem gert er ráð fyrir í skógrækt- arlögunum. 11. Sambandsstjórn athugi möguleika á íþróttasamstarfi við Færeyinga. 12. Samþykkt að fela stjórn sambands- ins að safna saman á einn stað öllum skjölum og bókum þess, gera skrá yfir slík gögn og alla verðlaunagripi sam- bandsins, og verði þetta allt varðveitt sem tryggilegast. Einnig samþykkt að leggja fé til hliðar í sjóð, sem heiti Sögu- sjóður, til greiðslu á ritlaunum og út- gáfukostnaði sögu sambandsins, sem Loftur Guðmundsson rithöfundur liefur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.