Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 27
SKINFAXI 5y verið fenginn til að skrifa og á að vera tilbúin árið 1962. 13. Sambandsstjórn falið að athuga, hvort ekki muni gerlegt að stofna til um- ræðufunda um ýmis þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni, og sé öllum heimill aðgangur og málfrelsi. I stjórn voru kosnir: Ármann Péturs- son, formaður, Gunnar Sigurðsson, vara- formaður, og enn fremur Páll Ólafsson, Steinar Ólafsson og Gestur Guðmunds- son. Fimmtugsafmæli. Ungmennafélagið Samhygð i Gaul- verjabæjarhreppi minntist fimmtugsaf- mælis síns hinn 7. júní s.l. með miklum myndarbrag. Stofnfundur félagsins var haldinn 7. júní 1908. Voru stofnendur 24, og eru 20 þeirra enn á lifi, en ekki liefur Skinfaxi fengið upplýsingar um það, hve inargir þessara tveggja tuga eru enn i heimahögunum. Fyrsti formaður félags- ins var Ingimundur Jónsson, sem nú er kaupsýslumaður í Keflavík. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð: For- maður Stefán Jasonarson, bóndi i Vorsa- bæ, ritari Jóhannes Guðmundsson, bóndi á Arnarhóli, og gjaldkeri Vigfús Einars- son, bóndi í Seljatungu. Félagið hefir unnið mikið og gott starf í sveit sinni. Það hefur staðið að byggingu félagslieimilis að hálfu á móti sveitarfé- laginu, og er nú að ljúka við íþróttavöll hjá hinu myndarlega félagsheimili. Það hefur haft á hendi starfrækslu sveitar- hókasafns og hefur bana enn með bönd- Hm. Þá hefur það látið safna öllum ör- nefnum i sveitinni, haft framkvæmd um skógrækt, íþróttaiðkanir og skák og látið taka kvikmynd af býlum og starfshátt- um í hreppnum. Hátíðahöldin hófust kl. 2 e. h. með guðs- þjónustu i Gaulverjabæjarkirkju, og pre- dikaði þar sóknarpresturinn, séra Magn- ús Guðjónsson á Eyrarbakka. Siðan var gengið undir fána að félagsheimilinu og því næst setzt að veizluborði. Þar sagði sögu félagsins Gunnar bóndi Sigurðsson í Seljatungu, og þar voru stofnendur gerðir að heiðursfélögum. Einnig var frú Ingi- björg Dagsdóttir gerð heiðursfélagi, enda hefur hún unnið mikið starf og óeigin- gjarnt fyrir félagið. Þá söng kirkjukórinn, og svo fluttu nokkrir af stofnendunum á- vörp. Síðan héldu ýmsir aðrir af gestun- um ræður, en því næst varð hlé á sam- komunni, og gengu þá bændur og hús- freyjur að búverkum. Einni stundu eftir náttmál kornu menn saman á ný, og var nú sýndur leikþáttur, og Einar söngvari Sturluson söng ein- söng. Einnig voru sýndir vikivakar undir stjórn Arndisar Erlingsdóttur, húsfreyju á Galtastöðum. Enn voru haldnar ræður, og meðal annarra talaði Sigurður Greips- son, béraðsstjóri Héraðssambandsins Skax-phéðins. Hann gat þess í ræðu sinni, að hann teldi menningarstarf ungmenna- félaganna skipta mestu máli, og kvað liann gestina sjá af þvi glögga spegilmynd þetta kvöld, enda fóru hátíðahöldin með afbrigðum vel fram. Þar þurfti fólkið ekki vínföng til að vera glatt, og enginn sást þar reykja. Þá er ræðuhöldum lauk, var dansað fram á óttu af miklu fjöri. Félaginu bárust gjafir og heillaóskir úr ýmsum áttum .

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.