Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 23
SKINFAXI 55 /Morrn Frá Alþingi. Þingmennirnir Benedikt Gröndal, Karl Kristjánsson, Alfreð Gislason og Kjartan Jóhannsson fluttu svoliljóðandi þings- ályktunartillögu á Alþingi í vetur: „Alþingi ályktar að beina þeirri áskor- un til ríkisstjórnarinnar, að hún geri ráð- stafanir til þess, að fullnægt verði á raun- hæfan hátt ákvæðum gildandi laga og reglugerða um, að í öllum skólum lands- ins sé piltum gefinn kostur á tilsögn í ís- lenzkri glímu.“ 1 greinargerð er rækilega minnzt á gildi íslenzkrar glímu sem menningararfs og íþróttar og minnt á ákvæði þau, sem gilda um glímukennslu. 1 íþróttalögunum stendur: „Ennfremur skulu piltar i öll- um skólum eiga kost á tilsögn í glímu.“ I i'eglugerð um íþróttaiðkanir i skólum segir svo: „Gefa skal nemendum tæki- færi til að læra glímu, frjálsar íþróttir og knattspyrnu. Slik kennsla fari fram í uámskeiðum, útitímum eða frímínútum.“ Þá eru og ákvæði um glímukennslu í námsskrá fyrir skólaíþróttir. Um 10—12 ára drengi segir: „Þá má einnig veita til- sögn í undirstöðuatriðum glimu og frjálsra íþrótta ...“ Um 13—16 ára drengi segir svo: „Á þessu tímabili slcal nemend- um kennd glíma, svo að þeim séu töm öll brögð og varnir gegn þeim. Þeim skal einnig leyft að þreyta glímu innbyrðis, og skal þá aðallega láta þá glíma bænda- glímu og einkunnaglímur. Þeim skulu kennd glimulög.“ Tillögunni var vísað til allsherjar- nefndar. Hún bar hana undir fræðslu- málastjóra, er fékk um liana álit iþrótta- fulltrúa. Hann benti á, að í 60% þeirra skóla, er ákvæðið um glimukennslu nær tiþværi ekki sakir búsnæðisskorts aðstaða til slíkrar kennslu, og auk þess væru til mikils baga þrengsli í skólum á Akur- eyri, i Hafnarfirði og Reykjavík. Þá gat liann þess, að svo sem kennslukröflum væri liagað, mundi heppileg umferðar-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.