Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 9
SKINFAXI 41 Þremenningarnir lesa það síðan heima hjá sér, en svo koma þeir saman og lesa hver fyrir annan, temja sér fyrst hæfileg- an leshraða og raddhæð, en taka því næst að lesa með raddbreytingum. Auðvitað les einn í einu, og hinir setja lit á og gefa bendingar, en um vafaatriði er ráðgazt og síðan gerðar tilraunir. Yerður að taka þetta af það mikilli alvöru, að æfingin lendi ekki í flissi og galgopahætti. Sum- um mun í fljótu hragði finnast, að þeir séu gersamlega óhæfir til að lesa með mismunandi raddhreimi í samræmi við efni, en allir geta náð nokkrum árangri og oft á furðu stuttum tíma. Varla er til það dauðyfli, að það segi allt í sama tón, og þá er lesandi hyggst lesa tilsvör ein- liverrar persónu, er nærtækast að hugsa sér, hvernig hann mundi segja setning- una, ef hann væri ekki að lesa, heldur tala. Ef persónan, sem skáldið hefur skapað, minnir á einhverja, sem lesand- inn þekkir, getur verið gott að setja sér fyrir sjónir þá manneskju og hugsa sér, hvernig hún mundi segja þetta eða hitt. Þetta, sem nú hefur verið sagt, á auðvit- að fyrst og fremst við um sögur, en þær eru mun heppilegra lesefni byrjenda en kvæði. Kvæði eru afar vandlesin og á fárra færi að segja þau fram með mikl- um raddbreytingum, án þess að úr þvi verði tilgerð. En kvæði geta verið heppi- leg tilbreyting í upplestrarþætti, og njóta þau sín oft vel í látlausum, en skýrum lestri. Þegar hóparnir liafa komið það oft saman, að þeir þykjast hafa náð þeirri leikni, að þeir telji sig ekki geta þar um hætt að sinni, boðar félagið til fundar, þar sem einn eða fleiri úr hverjum hópi segja fram hið æfða efni. Væri þá til- lilýðilegt, að skipaðir væru einhverjir til að dæma um lesturinn — eða greidd væru alkvæði um, hverjir bezt læsu. Þá er nokkur félög í sama héraði hafa komið sér upp framsagnarflokkum, senda þau færustu menn sína á héraðsmót, og þar fer fram keppni i framsögn. Síðan er efnt til slikrar keppni á landsmóti, og í henni taka þátt þeir, sem af bera í hverju hér- aði. Slíkar keppnir eru tíðkaðar erlendis, til dæmis í Noregi, og þar hefur komið fyi'ir, að keppendur, sem engrar tilsagn- ar hafa notið í framsögn, hafa gengið með sigur af hólmi. Um val efnis til framsagnar verður fjallað í næsta hefti. Heimsókn Hl Skarphéðins. Framkvæmdastjóri U.M.F.Í, Skúli Þor- steinsson, og umsjónarmaður starfs- íþrótta, Stefán Ól. Jónsson, heimsóttu Héraðssamhandið Skarpliéðin fyrir sluttu. Þeir héldu fundi með stjórnum nokkurra félaga á sambandssvæðinu, og var þar rætt um störf U.M.F.Í. í þágu félaganna og störf hinna einstöku félaga og áhugamál þeirra. Það var álit fund- armanna, að slíkir fundir væru mjög æskilegir og líklegir til örvunar í félags- starfinu. Að fundunum loknum heim- sóttu þeir Skúli og Stefán Sigurð Greips- son, héraðsstjóra, að búi hans í Hauka- dal og ræddu við hann um málefni ung- mennafélaganna. Áttu þeir góða stund með þessum íþróttakappa og félagsfröm- uði.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.