Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 21
SKINFAXI
53
„Landinu er skipt i 28 iþróttahéruS, og
sambönd um íþróttamál — héraðssam-
hönd eða íþróttabandalög — hafa mynd-
azt í öllurn þessum héruðum, nema í
Norður-ísafjarðarsýslu. Bandalögin í
kaupstöðunum, að undanskildum Sauð-
árkróki, Húsavik, Seyðisfirði og Nes-
kaupstað, eru ekki í U.M.F.Í., og fjögur
af héraðssamböndunum hafa ekki geng-
ið í Í.S.l. Eru það Ungmennasamband
Mýrdælinga, Ungmennasamband Norð-
ur-Breiðfirðinga, Ungmennasamband
Vestur-Húnvetninga og Ungmennasam-
bandið Clfljótur í Austur-Skaftafells-
sýslu.“
„Hvað svo um íþróttastarfið í ung-
mennafélögunum, síðan iþróttalögin
voru samþykkt?“
„Það liefur verið mjög veigamikið, og
hefur forysta stjórnar U.M.F.Í. verið þar
sérlega lieillavænleg. Vil ég einkum
nefna tvö atriði, umferðarkennslu i i-
þróttum og landsmótin, sem þegar eru
orðin tiu. Umferðarkennslan hefur auk-
ið áhuga og getu ungra manna víðs veg-
ar í dreifbýlinu, og landsmótin hafa
revnzt þeim tilvalinn vettvangur til mats
á möguleikum sínum til afrelca. Ungir
menn úr sveitum landsins hika gjarnan
við að ganga til meistarakeppni i Reykja-
vík, þar sem þeir vita sig eiga að mæta
langþjálfuðum íþróttagörpum, en á
landsmótunum ganga þeir ófeimnir og
frjálslegir til leiks. Þarna hafa svo ýms-
ir af fræknustu íþróttagörpum landsins
vakið fyrst á sér þjóðarathvgli. Fyrst
skal frægan telja Austfirðinginn Vil-
hjálin Einarsson, þá Jón Pétursson af
Snæfellsnesi, sem var valinn eftir Þing-
vallamótið til landskeppni við Dani, Ey-
firðingana Stefán Árnason og Kristján
Jóhannsson — já, og svona mætti ýmsa
fleiri telja. Hvert landsmót hefur leitt af
sér örvun í vissum iþróttagreinum, og má
þar taka til dæmis 5-kilómetra-hlaupið.
í þeirri íþrótt sjást hvergi jafnmargir
þátttakendur og á landsmótunum. Ann-
ars her að taka það fram, að þátttakan í
landsmótunum hefur alltaf farið vax-
andi, var mest á tiunda landsmótinu —
mótinu á Þingvöllum sumarið 1957. Þar
voru þáttakendurnir á sjötta hundrað —
á sjötta liundrað, hugsaðu þér það.“
Það er eins og Þorsteinn komizt aliur
á kvik, þegar liann minnist hinnar miklu
þátttöku i Þingvallamólinu. Svo spyr ég
þá:
„Að hverju leyti var Þingvallamótið
annars sérstaklega sögulegt?“
„Fyrst og fremst fyrir það, að þarna
var hinn forni iþróttaleikvangur islenzks
æskulýðs loksins tekinn á ný í notkun,
— aftur bárust þarna milli hamraveggj-
anna gleði- og eggjunarliróp æskumanna
í djörfum og drengilegum leik. í öðru
lagi tókst að koma þvi til leiðar, að unga
fólkið, sem hafði æft sig heima í sveit
sinni og héraði, kom saman til hópæf-
inga kvöldið fyrir hálíðasýninguna. í
þriðja lagi var svo mikil þátttakan í hóp-
sýningum í leikfimi og þjóðdönsum, að
furðu gegndi. Í leikfimisýningunni tóku
til dæmis þátt frá einu einasta sambandi,
Skarphéðni, 74 piltar. Þó að liópsýningar
hafi tvisvar áður verið hafðar á Þing-
völlum — 1930 og 1944 — þá var megin
þátttakan úr Reykjavílc, þar sem unnt
var að æfa saman. í þjóðdansasýning-
unni tólui þált 48 pör, sem raunar voru
flest frá tveimur samböndum, Kjalarnes-