Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 7
SKINFAXI 39 helga sig svo mjög störfum í þágu hand- ritamálsins, sem raun hefur á orðið. Bjarni hefur flutt mörg hundruð erindi í Danmörku, Noregi, Sviþjóð og Finn- landi um íslenzk efni og norræn og skrif- að mikla mergð blaðagreina. Hann hefur ritað bækur um Ísland, íslenzkar hók- menntir og sjálfstæðisbaráttu Islendinga. Þá hefur hann gefið út tveggja binda skáldsögu, sem þýdd hefur verið á ís- lenzku og heitir Gullnar töflur, og tvær ljóðabækur. Skáldsaga Bjarna vakti mikla athygli, en mestan orðstir gat hann sér fyrir ljóðabókina Stene pá stranden (Fjörusteinar), sem út lcom árið 1951. Hún var gefin út af bókaforlaginu Gyld- endal. Eftir útkomu hennar virtist hlasa við Bjarna skáldfrægð, og vann hann af kappi að nýrri ljóðabók og stórri skáld- sögu. En þá var það, að rödd íslands i hans eigin barmi kvaddi hann undir vopn. Danskir háskólakennarar í málvísind- um og bókmenntum hófu sókn mikla í handritamálinu og hugðust ganga af mál'stað íslendinga dauðum. Beittu þeir óspart ósannindum og blekkingum. Þá ritaði Bjarni bókina De islandske haand- skrifter stadig aktuelle, en sú bók hefur getið sér mikinn hróður og aflað málstað íslenzku þjóðarinnar margra vina og fylgismanna, enda hefur hún komið út í tveimur útgáfum. En starf Bjarna er ekki fullmetið, þó að hennar sé getið að góðu. Með Jörgen Bukdahl sér að bakhjarli hefur Bjarni staðið i fylkingarhrjósti danskra íslandsvina og háð marga orr- ustu um handritamálið. Hann hefur flutt um það erindi, háð kappræður við orð- liáka danskrar sérhyggju á fundum og mannamótum, skrifað fjölda varnar- og ádeilugreina og ekki aðeins unnið málinu fylgi í Danmörku, heldur og fengið norska, sænska og finnska áhrifamenn til að leggja því lið. Jafnvel hefur verið send háskólum og stórblöðum víðs vegar um lönd greinargerð á frönsku um handritin íslenzku, og hana hefur Bjarni samið. Um hrið reyndu andstæðingar íslend- inga í Danmörku að hundsa Bjarna, en sú aðferð kom ekki að tilætluðum notum, og ujjp á síðkastið hefur orrahríðin verið hvað hörðust. En vinsældir Bjarna og fylgið við handritamálið hefur farið sí- vaxandi, eins og sást glögglega við skoð- anakönnun þá, sem fram fór í Danmörku. Og þá er Bjarni varð fimmtugur, vottuðu honum virðingu sína fjölmargir áhrifa- menn Dana, þar á meðal hinn merki rit- höfundur og menningarfrömuður, Julius Bomholt ráðherra. ,Bjarni Gíslason er maður vart meðal-' liár, en hann er mjög þrekinn og sterkleg- ur. Hann er afrenndur að afli og svo frækinn sundmaður, að hann hefur unn- ið mikil björgunarafrek — eins og þá er hann kafaði út í gegnum brimgarð- inn á baðstað á Vestur-Jótlandi og bjarg- aði manni, sem björgunarsveit staðarins treysti sér ekki til að sinna. Hann er og liið innra mikill' þrekmaður, fastur fyrir, skapstilltur, en skapmikill, öruggur til mannrauna, seiglan ekki síðri en þrekið. Hann er vinfastur með afbrigðum, hæg- látur í fasi og orðræðum hversdagslega og þó gleðimaður mikill og gamansamur i góðra vina hópi. Það er óbifanleg sannfæring Bjarna Gíslasonar, að sigur muni vinnast í hand- ritamálinu, og að sá sigur muni fyrst og

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.