Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 16
48 SKINFAXI maður stjórnar Amtsbókasafnsins. Þá lét liann sig ræktunarmál miklu skipta. Hann var ágætur kennari, enda manna fróðastur i þeirri fræðigrein, sem liann lagði mesta stund á og hafði jafnan verið honum sérlega hugleikin. Sú grein var saga. Hann var mjög vel ritfær og skrifaði fjölda greina og ritgerða, en mesta verk hans var ritið Ilver er maðurinn? — og vann hann með því brautryðjendastarf. sem síðar mun lengi verða minnzt og þakkað. En þó að Brynleifur væri alls staðar meira en meðalmaður, þar sem hann gekk að starfi, var hann þó mestur afreks- maður á vettvangi baráttunnar gegn áfengisbölinu. Hann varð templar tvítug- ur og vann í Góðtemplarareglunni æ sið- an, var á skólaárum sínum í Reykjavík forgöngumaður að stofnun stúku, sem i voru einkum piltar úr Menntaskólanum, var um áratugi fremstur í flokki bind- indisinanna á Norðurlandi og tvisvar stórtemplar, fyrst 1924—27 og síðan 1955 —57. Hann var um hríð umboðsmaður Hástúkunnar liér á landi og sótti marga fundi áhugamanna um bindindismál er- lendis. Sem áfengisvarnaráðunautur vann hann ómetanlegt starf. Hann skipu- lagði starfsemi ráðsins af mikilli alúð og sömuleiðis starfsemi áfengisvarnanefnda, og hann var aðalforgöngumaður að stofn- un landssambands gegn áfengisbölinu. Þá var hann og afbrigðavel á verði gegn gróðamönnum og áfengisvinum, sem hafa í frammi mikla viðleitni til að spilla áfengislöggjöf þjóðarinnar, og hann var nægilega víðsýnn til þess að styðja af al- efli starfsemi þeirra manna, sem utan vetlvangs Góðtemplarareglunnar inna af hendi brautryðjendastarf til hjálpar þeim, sem áfengið hefur leikið gráast. Brynleifur var fágætur starfsmaður og eljumaður. En þrátt fyrir áhuga sinn var bann enginn ofstækismaður, en fastur fyrir með afbrigðum, þrautseigjan ein- slök og lagnin til samstarfs fágæt. Hann var allt í senn: sanntrúaður á guð og liið góða i mönnunum, unnandi göfugra hug- sjóna og með eindæmum raunsær. Hann var maður hæglátur í fasi, en glaður í hópi góðvina og mjög kíminn, þegar því var að skipta. Vinfastur var hann með afbrigðum og hjálpsamur mjög. Hann óx til liinztu stundar hjá öllum, sem áttu við hann samstarf, og átti mest traust þeirra, sem höfðu af honum nán- ust kynni. Og víst er um það, að hann féll fyrir aldur fram sakir þess, að hann sást ekki fyrir um óþrotleg störf á sviði eins af mestu velferðarmálum þjóðar sinnar. Hvítbldinn. Fáni ungmennafélaganna, Hvitbláinn, fæst í skrifstofu sambandsins. Til fyrirmyndar og eftirbreytni. Ungmennafélag Hrunamanna í Hruna- mannahreppi i Árnessýslu er til fyrir- myndar um útbreiðslu og greiðslu á tíma- riti okkar, Skinfaxa. Ritið er keypt á liverju ungmennafélagsheimili á félags- svæðinu, og er áskriftargjald þess inn- heimt af féhirði um leið og félagsgjöld. Ef öll ungmennafélög á landinu hefðu þennan liátt á, væri Skinfaxi viðlesnasta tímarit landsins, og þá væri fjárhagur þess tryggður. Hvaða ungmennafélög eiga þann stór-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.