Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 22
54 SKINFAXI þings og Skarphéðni. Og ekkert af því fólki, sem þarna sýndi leikfimi eða þjóð- dansa, var úr Reykjavík. Það var úr dreifbýlinu, fólk úr innstu dölum og af yztu annesjum ■— rétt eins og á hinum forna blómatíma íslenzka lýðveldisins. Loks vil ég geta þess, að á þessu lands- móti kom meðal annars fram sú ný- breytni, að þar var liáð knattspvrnu- keppni, en þótt að henni stæðu aðeins 6 knattspyrnulið, var vitað, að innan ung- mennafélaganna á við og dreif um land- ið voru starfandi hvorki meira né minna en 42 slík lið. Stjórn U.M.F.I. á mikið verkefni, þar sem er að veita þessum knattspyrnuliðum nauðsynlega þjálfun og koma þvi til vegar, að þau fái mæzt til keppni." „Framkvæmd svona landsmóta -— er hún ekki ákaflega fyrirhafnarsöm og erfið ?“ „Jú, og ekki sízt framkvæmd Þing- vallamólsins, svo fjölmennt sem það var og margþætt. Undirbúningurinn út af fyrir sig var stórvirki, og stjórn sam- bandsins og undirbúningsnefnd leystu það mjög vel og lofsamlega af hendi. Þá vil ég minnast á þá miklu og almennu hjálpsemi — já, fórnfýsi, sem fram kom hjá fjölda einstakra félagsmanna á þessu móti. Þarna var þörf fyrir fjölmarga starfsmenn — gæzlumenn og dómara og menn til ýmissa umsvifa. Eins og gefur að skilja, er ekki kostur á að ráða nema sáralítinn hlula þeirra fyrir fram, þar sem þorri þeirra félaga, sem þarna mæta, er langt að kominn — og verkefnin verða ekki einu sinni öll séð, fyrr en komið er að úrlausn þeirra. En allir, sem leilað var til, revndust fúsir til starfa. Enginn skarst úr leik. Ég get ekki stillt mig um að nefna einn mann, Magnús Guðmunds- son í Mykjunesi í Holtum, gjaldkera Hér- aðssambandsins Skarphéðins. Þvi miður komu sem áhorfendur á mótið alhnarg- ir menn, sem höguðu sér ósæmilega sak- ir ölvunar. Var þá brugðið á það ráð, að fá lánaða lilöðu, sem þessum mönnum var safnað í — og þeir siðan liafðir þar í gæzlu, svo að þeir fengju elclci valdið samkomu- og leikspjöllum. Magnús Guð- mundsson kom á mótið til þess að njóta þess, sem þar var sýnt, sungið og talað, og til þess að hitta að máli ungmennafé- laga víðs vegar af landinu. En hann tók að sér gæzlu hlöðufanganna og var bund- inn yfir þeim þá daga, sem mótið stóð.“ „Þarna þarf engu við að bæta. Dæmið er áreiðanlega talandi vitni um fórnfýs- ina ... En hvað vildir þú nú að lokum segja um menningarleg áhrif íþrótta- starfseminnar í ungmennafélögunum?“ „Mér virðist liggja í augum uppi, að menningarlega séð sé það ekki lítils virði, að ungt fólk gæðist vilja lil að þjálfa likama sinn og stæla andlega orku sína við iðkun íþróttar — og koma siðan fram á leikvangi til þess að leysa íþrótta- legt verkefni, leitasl við að leysa það betur en áður hefur verið gert. Svo er sá félagslegi þáttur að blanda geði við aðra æskumenn á æfingum og í keppni, venja sig á að stilla skap sitt, greina rétt sinn í leiknum, vita skil á, hve langt hann nær og hvar réttur annarra tekur við. Þetta mundi vera ekki veigalítil þjálfun undir að mæta kröfum lífsins sjálfs í nútíma- þjóðfélagi.“ Ritstjóri.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.