Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 13
SKINFAXI
45
„Já, hann ætti að þjálfa menn í hverri
sveit — eða að minnsta kosti hverju hér-
aði — sem leiðbeinendur og foi’ystumenn
í þessum efnum og' búa síðan verkefnin í
hendur þeim.“
„En eru slíkir menn tiltækir?“
„Ég hygg, að þvi geti varla verið til að
dreifa. Menn, sem eiga að liafa þarna á
hendi leiðbeiningar- og skipulagsstörf,
þurfa að hafa allgóðan tíma, ef veruleg-
Ur árangur á að nást. Nú er það svo, að
kennarar í sveitum kenna stuttan tíma
ársins og hafa lág laun. Fyrir bragðið er
víða erfitt að fá til kennslunnar góða
menn, og sízt að þeir staðnæmist. Ég vil,
að starfstími kennaranna i sveitunum
verði l'engdur og launakjör þeirra bætt,
og svo sé þeim lögð sú skylda á herðar að
hafa á hendi forystu um starfsiþróttir.
Háðunauturinn mundi þá þjálfa þá og
húa verkefnin í hendur þeirra. Þegar
þessi skipan væri komin á, mætti vænta
verulegra framfara um starfsíþróttir.“
Öllum þeim, sem skilja, hvert gildi
starfsíþróttir geta haft fyrir þjóðina,mun
virðast sjálfsagt, að i framkvæmd komist
tillagan um sérstakan ráðunaut þessara
mála. En hin tillagan er og mjög atliygl-
isverð. Ef liún kæmist i framkvæmd, væri
þess mikil von, að æskilegur skriður
kæmist á um skipulega og markvissa iðk-
Un starfsíþrótta, og eins mætti vænta
þess, að sveitunum yrðu tryggðir kennar-
ar, sem hefðu til að hera þekkingu og
hæfileika til kennslu og líklegir væru til
meira en fárra mánaða dvalar á hverjum
stað.
Ritstjóri,
Vélvæðing og
vélþekking
Á þingum U.M.F.Í. hafa verið sam-
þykktar ýmsar tillögur um fræðslumál.
Á þinginu 1957 var samþykkt að stefna
að stofnun félagsmálaskóla og forgöngu
um námskeið í félagsmálum. Ennfrem-
ur var þar drepið á nauðsyn lýðháslcóla í
því formi, sem tíðkazt á Norðurlöndum
og vinsælt var orðið hér af starfsemi skól-
anna á Núpi og Hvítárbakka, þar sem
lögð er engu síðri áherzla á menningar-
lega vakningu en bóklegt nám. Bæði
þessi mál eru hin athyglisverðustu, en
hér skal nú farið nokkrum orðum um
verklega fræðslu, sem nauður rekur til að
rækt verði framvegis.
Fyrir fáum áratugum voru öll vinnu-
brögð hér á landi — og þá ekki sízt i
sveitunum — næsta einhæf og mjög liáð
náttúrlegu verksviti, handlagni og oft
líkamsþreki hvers einstaks, sem þau
vann. Sextugir menn minnast þess tíma,
þá er allur fatnaður var unninn í heima-
liúsum, öll amboð og flest húsáhöld smíð-
uð heima og jafnvel hóffjaðrir og báta-
saumur. Þá er og heldur ekki langt síðan
flest það, sem laut að atvinnu manna í
sveitum landsins, var með líku sniði og
það mun verið liafa á landnámsöld.
Nú er annað orðið uppi á teningnum.
Allir iiafa eignazt meira og minna af
vélum, og á sumum sveitaheimilum, sem
fengið hafa rafinagn, má segja, að flest
sé nú unnið í eða með vélum — i eldhúsi,