Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 12
44 SKINFAXI „Og livenær var komið á fyrsta starfs- íþróttamótinu hér á landi?“ „Sumarið 1953 —- í Hveragerði. Þar var þá keppt í 7 greinum. Síðan liafa verið keppnir víðs vegar um land, en héraðs- lceppnir hafa ekki farið fram nema á Norðurlandi, í Borgarfirði og á Suður- landsundirlendinu. Árið 1954 kom hing- að til lands á vegum Efnahagsaðstoð- ar Bandaríkjanna merkur forgöngu- maður um starfsíþróttir, og sýnir það, hvers virði Bandaríkjamenn telja þær. Þessi sendimaður heitir Matthias Þor- finnsson og er íslenzkur að ætt, eins og nafnið ber með sér, fæddur vestra en ætt- aður úr Skagafirði. Hann er ríkisstarfs- maður í Minnesota og sérfróður um jarð- rækt. Við ferðuðumst saman um Norður- Austur- og Suðurland, boðuðum til funda í félögum og félagsstjórnum, fluttum er- indi og veittum leiðbeiningar, sýndum myndir og kvikmyndir, komum oftar en einu sinni til sumra félaganna.“ „Þetta hefur auðvitað haft mikil áhrif til þekkingarauka og örvunar?“ „Já, — og árið eftir skrifaði ég í Skin- faxa — eins og þú munt liafa séð — langt mál og ýtarlegt um sýnikennslu i starfs- íþróttum.“ „Ég held það liafi einmitt verið sú greinargerð, sem gerði mér verulega ljóst, hve merkilegt og fjölþætt mál þarna er um að ræða. í hvaða greinum hefur ver- ið keppt hér á landi?“ „1 búfjárdómum, dráttarvélaakstri, plöntugreiningu, í að leggja á borð, strjúka lín og að smyrja og skreyta brauð. Þá hefur einnig verið keppt í starfshlaupi, sem fólgið er i því, að menn eiga að hlaupa ákveðna vegal'engd og leysa af hendi einhver verkefni á leiðinni, þar á meðal til dæmis að greina algengar plönt- ur eða áætla fjarlægð af sjónhendingu. Við mat á fjarlægðum hefur það sýnt sig, hve margir liafa litla æfingu í slíku. Þeg- ar keppendur liafa átt að geta sér til um fjarlægð, sem raunverulega liefur verið 150 metrar, hafa þeir nefnt allt frá 70 metrum upp í 500 metra eða hálfan ldló- metra. Annars vildi ég taka fram, að eitt af merkilegustu viðfangsefnum félag- anna væri að skipuleggja, til dæmis á félagsfundum, þau verkefni, sem verið er að vinna að. En svo undarlega hefur brugðið við, að engin þeirra liafa lagt í þetta. Það er eins og menn treysti sér ekki til þess án handleiðslu einhverra, sem slikt hafa lært og eru því vanir. Hér hafa menn þvi hallað sér að keppn- um, þar sem þátttakendur hafa komið til leiks án þess að hafa notið annarrar æf- ingar en þeir hafa getað veitt sér sjálfir.“ „Hvað vildir þú svo segja að gera þyrfti til þess að koma þessum málum í árang- ursríkt horf?“ „Við höfum stungið upp á, að ráðinn yrði sérstakur ráðunautur, sem væri starfsmaður Búnaðarfélags fslands, væri jafn öðrum ráðunautum þess að launum og lyti yfirstjórn landbúnaðarráðuneyt- isins, en starfaði algerlega á vegum ung- mennafélaganna að þessum málum.“ „Og livernig hefur þessu verið tekið?“ „Bæði landbúnaðarráðherra og Búnað- arfélagið hafa tekið þessu vel, en samt sem áður hefur enn ekki orðið af þvi, að til slíks embættis væri stofnað.“ „Og hlútverk þessa ráðunautar yrði þá að hafa forgöngu um skipulegri fram- kvæmdir á þessu sviði?“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.