Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 8
40 SKINFAXI ÆckjneHHtir cg playAinál Framsögn. I, ' Framsögn sem skemmtiefni á fundum félaga á ekki saman nema aö nafninu til, og veldur þar ekki aöeins framsögnin sjálf, heldur líka efnisvalið. Fyrsta boðorðið við framsögn er að lesa nógu hátt, skýrt og skilmerkilega, ekki of hratt, en heldur ekki með þeim sem- ingi, að lesturinn verði drungalegur eða jafnvel syfjulegur. Þó að sá, sem les, treysti sér ekki til að lesa með raddhreyt- ingum til samræmis við efni, má hann alls ekki láta sig henda að lesa óundir- ijúinn, ekki liugsa sem svo: Ég ætti ekki að þurfa að lesa þetta nema lausiega, því að vitanlega er ég læs ... Hann verð- ur að lesa efnið oftar en einu sinni — og ekki einungis með sjálfum sér, heldur iíka upphátt og það svo oft, að hann sé viss um að geta lesið hiklaust, en þó með liæfilegu tilliti lil lesmerkja, og án þess að rómurinn lækki, þegar líður á l'estur- inn. Vel fer á þvi, að lesandinn afli sér upplýsinga um höfund efnisins, skrifi um hann nokkur orð á blað, sem sé ekki stærra en blöðin í bók þeirri, sem lir er fremst verða unninn með þvi að afla hin- um íslenzka mál'stað svo eindregins fvlg- is meðal dönsku þjóðarinnar, að danskir i-áðamenn sjái þann kost vænztan að unna Islendingum réttar síns. Ungmennafélög Islands þakka Bjarna M. Gíslasyni og hylla hann fimmlugan. lesið, hafi það í opnunni, þar sem les- efnið hefst, og flytji formálsorðin helzt utanbókar, áður en lesturinn byrjar. Þegar lesandi liyggst lesa með radd- hreytingum eftir efni hins lesna, verður vandinn meiri, ef vel á til að takast. Á það hefur verið hent á fundum ung- mennafélaga, að æskilegt væri, að á milli þeirra ferðaðist kennari i framsögn. Og sannarlega væri gott, að samböndin sæju sér fært að fá slikan kennara. En til lians þarf að vanda sérlega vel. Það er ekki nóg, að fenginn sé einhver, sem hefur get- ið sér einhvern orðstír sem leikari. Hann þarf í fyrsta lagi að lesa vel sjáll'ur, og það er meira en sagt verði um ýmsa þá leikara, sem hafa látið til sín heyra hér á landi í útvarp eða á samkomum. Hann þarf að liafa mjög næman smekk á stíl, tilsvörum og anda skáldverksins, og í rauninni er nauðsynlegt, að hann sé gæddur kennarahæfileikum. Honum þarf að vera Ijóst, hvað byrjendum sé hjóð- andi og hvaða efni henti til framsagnar á fundum, þar sem er ætlazt til skemml- unar. En þó að tilsögn góðs kennara mundi vera mjög mikils virði, er síður en svo, að fólk geti ekki náð árangri i framsögn án kennslu. Ungmennafélag tekur til um- ræðu nauðsyn framsagnaræfinga, og að þeim loknum gefa þeir féiagar sig fram, sem hafa sérstakan hug á að taka þátt i æfingum. Þeir skipta sér í þriggja manna liópa, og hver hópur velur sér verkefni.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.