Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 19
SKINFAXI 51 Ungmennaféliigin Viðtal við Þorstein Einarsson íþróttafnlltrúa. Þá er ég leit yfir nokkra árganga af Skinfaxa, varð mér þaS mjög ijóst, aS Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, hafSi veriS blaSinu mikill haukur í horni Ég fór svo á fund Þorsteins og spurSi hann, hvort hann vildi nú ekki segja les- endum blaSsins eitllivaS almennt um ungmennafélögin og íþróttirnar. Þorsteinn leit á mig, kimdi og mælti síSan: „Ég vil gjarnan gera þaS, en mér leik- ur nú raunar forvitni á aS heyra fyrst, hver viShorf þín eru viS íþróttum. .Ta, þú fyrirgefur, en sumir — og þá ekki sízt ýmsir í hópi þeirra manna, sem eink- um helga sig andlegum málum, eru viS- skotaillir, þegar minnzt er viS þá á íþrótt- ir, segja, aS þær talci allt of mikiS af líma unga fólksins og standi i rauninni, aS mér skilst, í vegi fyrir því, aS þaS leggi stund á önnur viSfangsefni, sem ekki séu siSur nauSsynleg.“ „Jæja,“ svaraSi ég, „svo aS þú hefur á mér illan bifur, svona hálft í hvoru?“ „0, nei, nei, ekki þér persónulega, en mér þætti nú samt fróSlegt aS heyra, hvaS þú segir um þetta.“ »Ég er ekkert dýr á mína skoSun á þessum málum. ÞaS má vel vera, aS í hlut íþróttanna falli sums staSar á land- ng íþróttamálin inu meiri áhugi og orka en þeim beri, svo aS sitthvaS annaS, sem nauSsynlegt sé aS leggja rækt viS, sitji á hakanum. En þaS er þá hvorki unga fólkinu né íþróttaleiStogunum aS kenna, heldur þeirri deyfS og þvi framtaksleysi, sem ríkir meSal þeirra, sem eiga aS liafa for- ystuna um önnur nauSsynjamál. Svo þykir mér þá beinlínis þakkavert, aS ungt fólk noti tímann til íþróttaiSkana í staS þess aS eySa honum í reiSileysi eSa óreglu.“ Þorsteinn kinkaSi kolli: „Þakka þér fyrir, GuSmundur minn, og nú skal ekki standa á mér aS segja eitthvaS almennt um ungmennafélögin og íþróttirnar.“ „YildirSu þá ekki gera svo vel aS byrja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.