Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 5
SKINFAXI
37
vörunum. Honum ber aö taka forystuna
um þá siðbót, sem nauðsynleg er til þess
að lýðræðið fái staðizt og aldir og óbornir
notið þess frelsis, jafnréttis og hagsæld-
ar, sem það mun hafa í för með sér fram-
vegis eins og hingað til, ef vel’ og drengi-
lega er stefnt og starfað. Og á því fólki,
sem gengið hefur undir merki ungmenna-
félaganna, hvilir skylda öðrum fremur til
framtaks á þessum vettvangi, svo sem
stefna félaganna hefur verið mótuð frá
upphafi vega.
Ungmennafélögin unnu þegar i upp-
liafi að þróun iþrótta með þjóðinni, og
á siðustu áratugum liefur starfsemi þeirra
á því sviði orðið mjög víðtæk og árang-
ursrík. Þar liafa félagarnir fengið þá ó-
hrekjanlegu reynslu, að verulegum ár-
angri verður ekki náð nema hver ein-
stakur leggi sig fram við nám og þjálfun
af alvöru og atorku og um leið hafi af
fyl'lsta drengskap samstarf við félaga
sína. Ungmennafélögin lögðu bér áður
fyrrum mikla áherzlu á að auka þekk-
ingu á ýmsum vandamálum þjóðarinnar.
Þau voru rædd af alvöru og kappi, en þó
drengilega, og stundum höfðu félögin
mikil áhrif til framgangs afdrifaríkum
stórmálum. En ekki urðu áhrifin af þess-
um viðfangsefnum veigaminni fyrir fé-
lagana sjálfa. Þeir öðluðust þekkingu, á-
liuga og þjálfun, sem síðar varð þeim
mörgum vegarnesti til mikilvægrar for-
ystu um félags-, atvinnu- og menningar-
mál, og hafa sumir þeirra markað spor,
sem seint munu hverfa.
Á þessum vettvangi þurfa félögin að
taka upp starf á nýjan leik af sama kappi
og alvöru og starfið á sviði íþróttanna.
Þeim ber að taka fyrir veigamikil og af-
drifarík stórmál, afla sér um þau víð-
tækrar þekkingar og ræða þau af rökvisi,
festu, alvöru og drengskap, þjálfa liugs-
un sína, manndóm sinn, félagslegan á-
liuga, siðferðilega einurð og færni sína
um málflutning. Félagarnir eiga síðan, í
sveit sinni og héraði, að móta meðferð og
afdrif almennra velferðarmála og krefj-
ast þess af hverjum þeim, sem æskir fylg-
is til forystu, að félagslegt siðgæði móti
gerðir hans og framkomu, hver sem ann-
ars eru sjónarmið hans um þjóðmál.
Undir þvi hvort ungmennafélögin snú-
ast jafnmyndarlega við þessu hlutverki
og iþróttastarfinu, mundi mikið lcomið
fyrir frelsi og lýðræði í þessu landi, og
þeir einstaklingar, sem þarna gerðust
brautryðjendur, mundu hljóta margfalda
umbun atorku sinnar og erfiðis. Hví
skyldi og ekki geta komið fram úr hópi
ungmennafélaga á sviði þjóðmála álíka
afreksmaður og Vilhjálmur Einarsson er
á leikvangi? Hér skortir ekki gáfur, þrek
eða glæsileik, heldur eldlegan áhuga og
markvisst og drengilegt starf.
Efni Skinfaxa.
Hlutverk Skinfaxa er fyrst og fremst að ræða
þau mál, sem varða starfsemi ungmennafélag-
anna og ungu kynslóðina í pessu landi. Hann
mun þó framvégis birta í hverju hefti stutta sögu
eða þátt, en liann hvorki vill né getur tekið upp
samkeppni við þau skemmtirit, sem nú eru mik-
ið lesin með þjóðinni. Hins vegar væri ung-
mennafélögunum, svo mörg sem þau eru, það
leikur einn að efla liann svo að kaupendatölu, að
hann gæti keypt skemmtilegt fróðleiks- og frá-
sagnarefni og þjónað viðtækara hlutverki en
hann cr nú fær um.