Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 15
SKINFAXI 47 Ungmennafélögin réðust þegar í upp- iiafi starfsemi sinnar gegn áfengisbölinu, sem þjakað hafði íslenzku þjóðina um aldir og verið sú svipa, sem erlendir okr- arar beittu liana með drýgstum árangri. Þau lögðu svo mikla áherzlu á hindindi, að þau gerðu það að skilyrði fyrir þátt- töku í samtökunum. Síðar var horfið frá hindindisheitinu, en ávallt hefur U. M. h.í. lýst andstöðu við áfengisnautn, enda áfengisbölið viða reynzt samtökunum illur Þrándur í Götu. Þykir vel lilýða að minnast hér i blaðinu eins af helztu fram- herjunum í sókn og vörn bindindismanna með íslenzku þjóðinni um hálfrar aldar skeið, Brynleifs Tobíassonar, áfengis- varnaráðunauts, sem lézt á heimili sínu í Reykjavík hinn 27. febrúar s.l. Brynleifur fæddist í Geldingaholti í Skagafirði 20. april 1890. Hann fór snemma til náms, lauk húfræðiprófi á Hólum 17 ára gamall og kennaraprófi 19 ára. 1 nokkur ár var hann barnakennari og verkstjóri, en réðst síðan 25 ára til menntaskólanáms og tók stúdentspróf vorið 1918. Um haustið var hann settur kennari við gagnfræðaskólann á Akur- eyri og skipaður árið eftir. Hann stund- aði framhaldsnám erlendis, og varð kenn- ari við menntaskólann á Akureyri, þegar hann var stofnaður. Því starfi gegndi hann, unz liann varð áfengisvarnaráðu- nautur ríkisstjórnarinnar. Brynleifur tók lengi vel þátt í stjórnmálum, var hæj- arfulltrúi, um hríð forseli hæjarstjórnar á Akureyri og nokkur ár eigandi og rit- stjóri hlaðsins Islendings. Hann var og skólanefndarformaður á Akureyri og for-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.