Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 14
46
SKINFAXI
þvottahúsi, fjósi, við jarðyrkju, vallar-
vinnu, heyskap og flutninga frá búi og
til bús. Varla er það heimili í sumum
héruðum, að verð vélanna, sem þar eru
notaðar, nemi ekki tugþúsundum króna
— og sums staðar hundruðum þúsunda,
þegar allt kemur saman, allt frá verði
saumavélar, hrærivélar og þvottavélar til
þeirra miklu verðmæta, sem felast í
dráttarvél, vörubíl og jeppa.
Öllum má því vera Ijóst, að hagur heim-
ilanna er ekki lítið undir því kominn, að
menn kunni sem bezt að hagnýta sér vél-
arnar, hirða þær og gera við þær. Margir
eru fljótir að læra þetta — og þá ekki
sízt unga fólkið ■— en samt sem áður er
þarna víða mörgu áfátt. Vélar skennnast
sakir þess, að sá, sem notar þær, kann
ekki nægilega vel að beita þeim og veit
ekki, livað varast ber ;vegna lélegrar hirð-
ingar endast þær verr en efni standa til,
og oft baka menn sér mikinn viðgerðar-
kostnað af sömu sökum. Þá er og auð-
sætt, að ef eigandinn hefur hvorki til að
hera þekkingu né kunnáttu og þarf að
fá mann að eða fara með tækið eða vél-
ina á rándýrt verkstæði, jafnvel þótt ekki
sé um að ræða vandasamar eða tímafrek-
ar viðgerðir, hefur það í för með sér óþörf
fjárútlát og eyðslu á stundum dýrmæt-
um tíma.
í rauninni liggur í augum uppi nauð-
syn þess, að liver unglingur fái nokkra
fræðslu um frumatriði þeirra verklegu
fræða, sem rafvirkjar læra, svo mörg raf-
magnstæki sem nú eru á heimilum, þekki
gerð hinna margvislegu véla, sem notaðar
eru svo að segja á hverju sveitaheimili,
læri að hirða þær, taka þær sundur og
setja saman og gera við allar bilanir,
sem ekki þarf til flókna tækni eða dýr
og margháttuð tælci.
Það virðist einsýnt, að í stað þess að
safna ungu fólki saman til náms í þess-
um greinum í sérstökum skólum, sem til
þess séu stofnaðir, eða á námskeiðum í
hverju héraði, væri hagkvæmt, að ung-
lingarnir ættu kost þessarar fræðslu í hin-
um almennu framhaldsskólum, sem þeir
sækja hvort eð er samkvæmt fræðslulög-
um.
Ungmennafélögin hafa góðu heilli beitt
sér fyrir iðkun starfsíþrótta, hafa þar
þegar unnið gott starf, ekki sízt með því
að auka virðingu og áhuga fyrir gildi vel
unninna verka á sviði hússtjórnar og
framleiðslu, og þar eð það mál, sem hér
hefur nú verið hreyft, veldur mjög miklu
um hagi hinnar ungu kynslóðar í þessu
landi, færi vel á, að héraðssambönd og
U.M.F.I. beittu sér fyrir skynsamlegri og
skjótri framkvæmd þess.
Frá skrifstofu U.M.F.Í.
Saga félaganna.
Skrifstofan óskar sérstaklega eftir því
að fá stutt ágrip af sögu félaganna. Þær
heimildir þyrftu að vera fyrir hendi,
þegar samin verður heildarsaga ung-
mennafélagshreyfingarinnar.
Sambandsráðsfundur.
Næsti sambandsráðsfundur verður
haldinn í Reykjavík 27. september næst-
komandi.
Símar.
Sími skrifstofu U.M.F.Í. er 12546. Sími
framkvæmdastjóra 12204.
Skúli Þorsteinsson.