Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 10
42 SKINFAXI ^teinn Ste ÞjÚÐIN □□ ÉG Úr Ferð án fyrirheits. Ég er einn á gangi og hugsanir mínar hljóðar hverfa inn í rökkvaðan skóg þess, sem liðið er. Mitt stolt er að vera sonur þessarar þjóðar. En þjóðin er ekki líkt því eins stolt af mér. í þögulli auðmýkt og tilbeiðslu stend ég og stari: Hér stendur það skráð, sem þeir ortu hver fyrir sig hinir þjóðfrægu menn og hinn þungbúni nafnlausi skari. En þjóðin kann ekki nokkurt ljóð eftir mig. Og andspænis samstilltum verknaði huga og handa í hrifni og undrun ég stanza við fótmál hvert. Sjá, þannig skal vandað til þess, sem lengi á að standa. En þjóðin veit, að ég hef ekkert gert. Og samt er mitt líf aðeins táknmynd af þessari þjóð, og þjóðin sem heild er tengd við mitt ókunna ljóð. Steinn Steinarr 1908—1958. Steinn skáld Steinarr lézt á hvítasunnudag eftir langa van- lieilsu. Steinn hét sem borgari Aðal- steinn Kristmundsson. Hann fæddist á L/augalandi í Skjaldfannardal við ísa- fjarðardjúp, en var fliittur barn að aldri suður í Dali og ólst þar upp. Sem unglingur flutti hann til Reykjavíkur og dvaldi þar síðan lengstum — allt til æviloka. Hann var af fátæku fólki og hafði ekki fé til skólagöngu, var þó einn vetur í unglingaskólan- um á Núpi í Dýrafirði. Hann var ekki mikill að vallarsýn, enda var hann burðalítill og likam- lega veill. Honum veittist því örðugt að vinna fyrir sér, svo sem þá voru atvinnuhættir, og ekki var hann hneigður fyrir önnur ritstörf en Ijóðagerð. Sérlundaður var hann og einförull, en meinfyndinn og beinskeyttur og gat oft ekki setið á sér um að skjóta örvum sínum að þeim, sem létu talsvert yfir sér. En hann gat og verið mjög skemmtilegur i viðræðum, og þegar svo bar undir, ræddi hann af mikilli skarpskyggni um þau viðfangsefni, sem honum voru liugstæð. Hann fór snemma sínar leiðir í skáldskap, og lengi vel hafði þorri manna aðeins auga fyrir tvennu í skáldskap hans, þeim skrýtnu og spaugilegu viðhorfum og tilsvörum, er skemmtu, og þeim andliælishætti og þvi virðingarleysi, sem ergði. Og oft tókst honum svo höndulega að ergja, að menn stukku í loft upp og tróðu, þá er fætur þeirra nániu aftur við jörðu, jafnt á öllu, sem eftir skáldið lá. Steinn orti bæði rimuð ljóð og órimuð, en hélt sér þó oftast við lögmál íslenzkrar kveðandi. Hann var gæddur næmu fegurðarskyni og til- finningarnar lieitar og viðkvæmar, en liann tákn- aði þær og viðhorf sin oft og tíðum í myndum, sem gátu virzt órökrænar, jafnvel fáránlegar, en urðu þeim, sem gæddir voru næmum skilningi og innsýn, sársauka- og tregaþrungin túlkun biturr- ar þjáningar lífselsks, leitandi og efagjarns skáldanda, sem þrátt fyrir margvislega fegurð og lokkandi lífsnautn fann sér ekki fullnægingu i hinu ytra og rýndi sig úrvinda í ráðgátur til-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.