Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.04.1958, Blaðsíða 6
38 SKINFAXI FIMMTUGUR HEILLAMAÐUR Ungmennafélag íslands hefur löngum látið sér annt um endurheimt íslenzkra handrita úr söfnum í Danmörku, og á síð- asta sambandsþingi var samþykkt till'aga, þar sem eindregið var skorað á ríkis- stjórnina um aðgerðir í því máli — og þeim vottuð þökk, sem túlkað hafa mál- stað íslands erlendis. En sá maður, sem það hefur gert bezt og ötullegast, er Bjarni M. Gíslason. Þykir því lilýða, að minnzt sé fimmtugsafmælis hans i Skinfaxa. Bjarni fæddist 4. dag aprílmánaðar árið 1908 á Stekkjarhakka í Tálknafirði. Hann er af góðum og greindum ættum vest- firzkra bænda. Hann missti báða for- eldra sína kornungur og ólst upp hjá vandalausum á Hvall'átrum við Látra- hjarg, unz hann fluttist ellefu ára til skyldfólks síns í Reykjavík. Eftir ferm- inguna dvaldi hann á ýmsum stöðum á Suðurlandi, í sveit og við sjó, var sjó- maður í Vestmannaeyjum og á síldveið- um nyrðra. Þá fór hann í siglingar á norsku skipi og flæktist víða um höfin, en hvarf svo heim og var i mörg ár mat- sveinn á einum af togurum þeim, sem gerðir voru Út úr Reykjavík. Arið 1934 fór hann til Danmerkur, og síðan hefur hann verið þar búsettur. Bjarni tók snemma að iðka vísnagerð, og árið 1933 gaf hann út ljóðabókina Ég ýti úr vör. Hann hafði lítillar fræðslu not- ið hér heima, og hugðist hann nú afla sér menntunar í Danmörku. Hann vann við ýmis störf á sumrin, en á vetrum var liann við nám. Síðan tók hann að stunda ritstörf, ritaði bækur og blaðagreinar og flutti fyrirlestra. Hefur hann lengstum búið í hinum fagra smábæ Ry á Jótlandi, og nú á hann þar hús, sem hann hefur mikið unnið að sjálfur. Hann nefnir það Kildebakken. Árið 1951 kvæntist hann danskri konu, Inger Rosager. Þau eiga þrjú hörn. Kona Bjarna er vel menntuð, hefur tekið stúdents- og kennarapróf og stundar ávallt kennslu, eftir því sem heimilisstörfin leyfa. Hún er mikill vin- ur Islands og íslenzkrar menningar, og án hennar hefði Bjarna ekki verið unnt að

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.