Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1959, Qupperneq 21

Skinfaxi - 01.07.1959, Qupperneq 21
SKINFAXI 85 erfiðu dagsverki og margir um langan veg. XJngmennasamb. Eyjaf jarðar: Fimmtu- daginn 23. júlí var fundur haldinn á Ak- ureyri. Þar mætlu 15 fulltrúar frá 10 fé- lögum af 14. Einnig komu fundarmnn þar að loknum annasömum degi og sum- ir frá fjarlægum félögum. Ungmennasamband Norður-Þingey- inga: Sunnudaginn 26. júli flutti ég er- indi á íþróttamóti í Ásbyrgi. Yeður var með fádæmum fagurt og fjölmenni mik- ið. Það var unaðslegt að sjá unga fólkið að drengilegum leik i þessum gróðursæla, fagra og mikilúðlega hamrasal, sem er einhver fegursti samkomustaður á ís- landi. Siðar um daginn ræddi ég við hér- aðsstjórann og nokkra forystumenn ung- mennafélaganna Ungmennasamb. Skagaf jarðar: Þriðju- daginn 28. júli var fundur á Sauðárkróki. Þar komu til fundar 18 fulltrúar frá 8 félögum af 12. Einnig komu á fundinn sr. Eiríkur J. Eiriksson, sambandsstjóri U. M.F.Í. og Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi. 1 lok fundarins flutti sambandsstjóri snjalla ræðu til fundarmanna. — Það sama má segja um þennan fund og hina, að fundarmenn létu ekki annir, erfiði og langan veg aftra sér frá fundarsókn. , Á fundunum var að sjálfsögðu rætt um störf ungmennafélaganna og' áhuga- mál. Reynt var að gera sér grein fyrir, hvernig hægt væri að bæta starfið og auka. Á öllum fundunum ríkti góður á- hugi og sumum mikill. Það var einróma álit allra fundanna, að slíkir fundir væru mjög' gagnlegir og Hklegir (il þess að vekja áhuga og treysta sambandið milli stjói'nar U.M.F.Í., héraðssambandanna og félaganna. Að loknu þessu ferðalagi er ég sannfærðari en áður um gagnsemi ungmennafélaganna fyrir byggð sína og menningu þjóðarinnar. Ég þakka öllum, sem komu á fundina og þó sérstaklega héraðsstjórunum, sem hvöttu stjórnir fé- laganna mjög til að sækja fundina og veittu mér annan greiða. 2. Heimsókn til Ungmennasambands Borgarf jarðar og Héraðssambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu. Seinni hluta ágústmánaðar boðaði ég til funda sambandsstjórnir og félaga- stjórnir sambandanna. Miðvikud. 19. ág. fór ég með Akraborg' til Borgarness og liélt þar fund um kvöldið. Fundarmenn voru 10 frá 6 félögum af 14. Þurrkur var í byggðum Borgarfjarðar þenna dag og dró það nokkuð úr fundarsókn, því víða var hey úti. Sérstaklega ber því að þakka þeim áhugann, sem komu til fundar. Laugard. 22. ágúst var fundur haldinn að Görðum á Snæfellsnesi. Þar komu til fundar 18 fulltrúar l'rá 8 félögum af 11. Stjórnarmenn sumra félaganna voru ekki lieima eða i atvinnu utan sveitar. Fund- urinn var mjög ánægjulegur. Gott íþrótta- starf er hjá ungmennafélögum i Héraðs- sambandi Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu, enda hefur sambandið liaft fastan kennara og ötulan mjög. Mikill áhugi ríkti á báðum þessum fundum um málefni ungmennafélaganna. Töldu fundannenn æskilegt að treysta sambandið sem bezt milli stjórnar U.M. F.í. og héraðssambandanna. Ég þakka héraðsstjórum heggja sambandanna fyr-

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.