Skinfaxi - 01.11.1959, Síða 3
£kihjfaxi
Tímarit U.M.F.Í.
iiistaffli — , , ,i
4. hefti 1959
• 1
11
Utgefandi: Sambandsstjórn lf;
Ungmennafélags Islands. ||
Reykjavík.
Afgreiðsla: Edduhúsinu,
Reykjavík, efstu hæð.
Ritstjóri:
Guðm. Gíslason Hagalín.
Pósthólf 1342. Sími 50166. ,
Félagsprentsmiðjan h.f.
„FRJÁLSIR MENM
ÞEGAR ALDIU REMA“
Ábyrgð einstaklingsins.
Ekki mundi það vera nema að vonum,
þótt íslendingum væri ærið sárt um sjálf-
stæði lands og þjóðar, svo lengi sem erlend
liagsmunasj ónarmið, erlent þekkingar-
leysi, erlent tómlæti og erlendur valda-
hroki háði eðlilegri þróun menningar-,
fjárhags- og atvinnulífs liér á landi.
Ungmennafélagar stóðu fremstir undir
merkjum forystumanna íslenzkra baráttu-
sveita á fyrstu áratugum þessarar aldar, þá
er lokasóknin var liáð til sjálfstæðis og
síðan fullveldis, og enn samþykkja þeir
á þingum sínum tillögur, sem til þess
henda, að þeir telji sig skylda að vera vöku-
menn á varðbergi íslenzks þjóðernis og
sjálfstæðis. Á hverjum borgara í lýð-
ræðisþjóðfélagi hvílir þung ábyrgð,
livar sem hann gengur að kjörborði eða
kemur fram sem fulltrúi stærri eða smærri
félagslegra heilda, en { krafti þeirra hug-
sjóna, sem ungmennafélögin liafa jafnan
lælgað sig, livílir þyngri ábyrgð og skylda
á herðum hvers einstaklings, er gengið hef-
ur undir merki þeirra, en á þeim ung-
mennum þessa lands, sem ekki liafa heit-
ið að lialda á loft slíku merki.
Sá trúnaður, sem þj óðfélagsborgaranum
er sýndur með því að veita honum kosning-
arrétt og kjörgengi, án tillits til annars en
aldurs, grundvallast á þeirri hjörtu trú á
mannlegt eðli, að bætt uppeldi, aukin
fræðsla og mannsæmandi lífskjör fái
smátt og smátt aukið þroska þegnanna,
vitsmunalegan og siðferðilegan og gert þá
færa um að taka skynsamlega og ábyrga
þjóðfélagslega afstöðu — og að þeir telji
sér skylt að leiða sjálfir sjálfa sig i stað