Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1959, Side 6

Skinfaxi - 01.11.1959, Side 6
102 SKINFAXI isins. Áætlaðar eru 976 milljónir króna tekjur — eða því seni næst. Það eru fimm þúsund sjö hundruð og fjörutiu krónur á hvern Islending, frá barninu i vöggunni til gamalmennisins á elliheimilinu, en tutt- ugu og átta þúsund og sjö hundruð krón- ur á hverja fimm manna fjölskyldu, og svarar til þess, sem maður með 200 króna dagkaupi vinnur sér inn á 143vinnu- degi! Og sjálfur þjóðarbúskapurinn? Á honum mundi 350 milljón króna halli. Loks er rétt að minnast á það í þessu sam- bandi, að atvinnuvegirnir eru reknir með ríkisuppbótum, og afleiðing þess er sú, að framleiðslustéttirnar liafa þokað sér saman í samábjTgðarheildir og enginn hefur raunverulega hvöt til hagsýni, nýtni og skynsamlegra atvinnu- og framleiðslu- hátta fram yfir það, sem honum mundi ómótmælanlega í blóð runnið og forn manndómsliefð þjálfað Iiann í á hernsku- og unglingsárum. Og erlend lán og arður af veru erlends herliðs jafna muninn á þvi, sem við eyðum og öflum með vinnu okkar. Ábyrgð og forysta ungmennafélaga. Hvort mundi svo ekki vert, að íslenzk- ir ungmennafélagar gerður sér grein fyrir, að til lítils sé að samþykkja tillögur gegn misnotkun félagsheimila, gera samþykkt- ir um verndun íslenzkrar lungu og sjálf- stæðis og um hroltför erlends Iiers úr landi, nema eitthvað fleira sé gert? Varanleg hót fæst ekki nema með end- urskipun og endurnýjun hins íslenzka skólakerfis frá stirðnuðu formi til lifandi starfs, með áherzlu á kynningu islenzkrar sögu og bókmennta sein lífrænnar heild- ar, á starfslöngun og eðlilega forvitni og fróðleiksfýsn, á mótun ábyrgðartilfinning- ar, byggðrar á skilningi þess samhengis orsaka og afleiðinga, er alls staðar ríkir sem örlögvaldur einstaklinga og þjóða, og þekkingu og livöt til sjálffræðslu meðan ævin endist, og þurfa þá, samfara skól- unum, að vera til stofnanir, sem leiðbeini um slíka fræðslu og auðveldi hana með öllum þeim tækjum, sem nú er þegar kostur á og verða mun völ á í enn rík- ari mæli. Þessar grundvallarumbætur verða elcki framkvæmdar í flýti og árangur þeirra er og jafn seinvirkur og þroski nýrrar kynslóðar, en ungmennafélagar þurfa samt ekki að halda að sér höndum og horfa á að verr fari en orðið er. Þeir geta kvatt sér hljóðs um þetta mál, úr þeirra liópi geta komið áhugasamir forystumenn á þessum vettvangi, og allur þorrinn get- ur skipað sér undir merki þeirra, sem þarna vilja umhætur. Og þó að ungmenna- félagar geti ekki i hasti gerbreytt skemmt- anavenjum og félagslífi, þá eru þeir þess umkomnir að skapa þar fordæmi með framkomu sinni og þeim kröfum, sem þeir gera til sjálfra sín og annarra. Og sannar- lega mundi verða tekið tillit til þeirra, ef þeir mynduðu samtök um að kynna sér hagi þjóðarinnar, gerðu það rækilega sem einstaklingar og skæru upp lierör um að krefjast af fulltrúum sinna héraða á Al- þingi uppgjörs og ábyrgðar, þannig, að kappkostað væri að komast hjá hruni, sem fylgja mundi óreiða og ófrelsi, enn verri viðskiptahættir en nú tíðkast, varanleg kjaraskerðing, meiri mismunun þegnanna — og ef til vill tortíming þess fullveldis, sem þjóðin hafði um aldir þráð og þarfn- azt.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.