Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1959, Page 8

Skinfaxi - 01.11.1959, Page 8
104 SKINFAXI fögrum og oft barnslega tærum ljóðum hans um íslenzka náttúru, gróðurinn og dýrin. I síðustu bók bans, Sjödægru, eru fleiri heillandi fögur og listræn Ijóð en í nokk- urri af hinum fyrri bókum hans, enda er hann þar fyrst og fremst liið skyggna,' viðkvæmna og dreymna skáld, sem sér undrasýnir, oftast fagrar og oft þannig, að þeim einum, sem á augu og vængi skáldsins, er gefið að skyggnast inn í slík- an töfraheim. Og þessi óskmögur stuðl- aðrar rimlistar sýnir i þessari bók, að hann hefur á valdi sínu form hins órím- aða ljóðs, nær þar að skapa fegurð í máli, lirynjandi, skáldlegum myndum og hug- hrifum, svo að úr verði hrífandi og eftir- minnileg heild. Skinfaxi óskar skáldinu og hugsjóna- manninum Jóhannesi úr Kötlum langra lífdaga í þeirri undraveröld fegurðar, sem hann er staddur í, þegar hann yrkir beztu kvæðin í Sjödægru. Guðmundur Gíslason Hagalín. ÞLIMGT HEIIUILI Það er engin ný bóla, að menn séu óánægðir með útsvör sín. Svona var það um Jóhann á Kambi i fyrra. Hann kom til oddvitans og kvartaði sáran yfir út- svarinu. Hann býr með aldraðri móður sinni. „En þú ert einhleypur maður og hefur fyrir engum að sjá.“ „Ætíð þó henni mömmu og sextíu kind- um, tveimur kúm og kvigunni undan þeirri skjöldóttu,“ svaraði Jóhann stór- móðgaður. EITT KVÖLD Á GÓU Svo undur skammt nœr öll vor mikla þekking, svo örðug reynist gáta stjörnuhvels, svo mjótt er bilið milli fjörs og hels að margur hugsar: þetta er eintóm blekking. En þó er ofar efans kalda húmi hin œðsta fegurð gefin vorri sjón: á gullnum hœðum birtast lamb og Ijón og leika sér þar dátt að tíma og rúmi. Og örn og svanur hátt við skáldi skína á skæru flugi um geimsins bylgjusvið, en fjósdkonur standa hlið við hlið og horfa gegnum bláa eilífð sína. Og hljóðan vörð um upphaf vort og endi á yztu mörkum standa hinir tólf, en jómfrú svífur sœl um himingólf og sópar það. með norðurljósavendi. Og allt í einu kviknar líf í Ijóði — þá líkt og elding gegnum hugann fer: ef gátan réðist mundi allt sem er í einni svipan storkna í mínu blóði. J óh ann e s úr K ö 11u m, (Úr Sjödægru).

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.