Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1959, Qupperneq 11

Skinfaxi - 01.11.1959, Qupperneq 11
SKINFAXI 107 \ GELGJUSKEIÐI Suauar í t^bjat'nat'íon Þetta er rceða, sem Svavar Sigbjarnar- son í Rauðholti í Útmannasveit á Fljóts- dalshéraði hugðist halda á samkomu í Eg- ilsstaðaskógi 17. júní s.l. En samkoman fórst fyrir vegna veðurs. Svo er þá Skin- faxa ánœgja að flytja rœðuna, því að í stuttu máli tekur höfundur fram mörg þau meginatriði, sem nauðsyn er að ungir ís- lendingar festi sér í minni frá fortíð og nú- tíð, með tilliti til þeirra vegferðar, þar sem „skyggir skuld fyrir sjón“. — Ritstjóri. 1 dag er fimmtándi afmælisdagur hins íslenzka lýðveldis. Fimmtán ár eru liðin, síðan lýst var yfir endurreisn þess frá Lög- bergi við Öxará. Þetta óskabarn þjóðar- innar, lýðveldið, er komið úr frumbernsku. Fimmtán ár eru ekki langur tími í sögu þjóðar — samt nógu langur til þess, að ný kynslóð er vaxin úr grasi. I>að er önn- ur æslca, sem fagnar hér vori og frelsi i dag heldur en sú, er hlustaði á boðskapinn frá Lögbergi á Þingvöllum og úti á Eiðum fyrir fimmtán árum. Nærri lætur, að þetta sé fyrsta kynslóð- in, sem vex upp á þessu landi, án þess að hafa skortinn fyrir sinn annan eða eina barnakennara. Það er áhyggjulítil æska, frjálsmannleg og glöð, sem nú er á aldrin- um 15 til 20 ára. Gelgjuskeiðinu, eins og sálfræðingar kalla það. En er ekki líkt með lýðveldið okkar, að það sé líka kom- ið á gelgjuskeiðið, þennan viðkvæma vand- meðfarna aldur? Það fæddist sem nýr borgari inn í samfélag þjóðanna fyrir fimmtán árum. Enn er það óráðið i göngu- lagi og óákveðið i hreyfingum, en fullt af framtíðardraumum og sundurleitum hug- sjónum. Unglingnum er gjarnt til uppreisnar við gamla siði og venjur. Honum finnst oft Jítið til þess lcoma, sem pabbi og mamma hafa haft í liávegum, en vill taka upp sina eigin siði, sem oft eru teknir eftir ein- liverjum öðrum fullorðnum og framandi, sem honum finnst mikið til koma. Svipað er þessu farið með okkar unga lýðveldi. Við berumst allmikið á. Tökum okkur sæti í ýmsum samtökum þjóðanna og tökum fagnandi við nýjum siðum, en liugsum elíki sem skyldi um þau tengsl, sem binda okkur við forfeður okkar og baráttu þeirra og líf. En eins og unglingur- inn smá vaknar til vitundar um skyldur sínar við fortíð og framtíð og finnur sér markmið, til þess að keppa að í lífinu, eins þurfum við að gera, ef okkur skal vel farnast sem þjóð. Ég vélc að því áðan, að kannski væri sú æslca, sem nú er nývaxin úr grasi á Islandi, sú fyrsta, sem ekki hefði til niuna kynnzt skorti á brýnustu lífsnauðsynjum. Síðustu áratugina var þessum vágesti, skortinum, haldið frá flestra dyrum, svo

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.