Skinfaxi - 01.11.1959, Page 27
SKINFAXI
123
bindi eða 2.3 bindi á hvern íbúa í landinu. Árið
1956 voru lánuð samtals 338.358 bindi eða 2
bindi á íbúa.
Lánþegar bæjar- og héraðsbókasafna voru
alls 9994 og sveitarbókasafna 6209 eða alls
16.203, og eru það 9.7% af allri þjóðinni, en nú
ber að taka tillit til þess, að yfirleitt kaupir
ekki nema einn maður á hverju heimili láns-
skirteini, svo að notendur safnanna eru í raun-
inni miklu fleiri en hér kemur fram. Árið 1956
var skráð notendatala 14.505, og hefur notend-
um því fjölgað um 1698. Árið 1957 fékk hver
notandi lánuð að meðaltali 30.4 bindi, en árið
áður 30.6.
★
G JAFABÓK
Kona ein sænsk, sem gift var íslenzkum manni,
var, eins og margar konur fæddar og uppaldar
hjá frændþjóðum okkar, mun meira gefin fyrir
guðsorðabækur en tíðast er um íslenzkar konur.
Hún hét María. Maria var bezta kona, en enginn
spekingur að viti. Þegar hún var orðin öldruð,
missti hún bónda sinn. Hún bjó svo ein út af
fyrir sig og las guðsorðabækur sér til hugsvöl-
unar. Eitt sinn sagði hún vinkonu sinni, að sig
langaði mikið til að lesa bók eftir hann séra
Engström, sem hefði verið prestur í átthögum
hennar. Hann hefði gefið út bók, sem mjög hefði
verið látið af. Nú leið og beið, unz vinkona
hennar kom til hennar dag einn með bók. „Hérna
er nú bókin eftir hann Engström," sagði hún. Og
gamla konan ljómaði og þakkaði vinkonu sinni
gæzku hennar og örlæti. Eftir vikutíma kom hún
svo enn í heimsókn og spurði, hvernig frú Maríu
likaði bókin. Sú gamla brosti og sagði:
„Hún er lireinasta afbragð. Ef ég liefði ekki
vitað, að þetta væri guðsorðabók, þá hefði ég
hreinlega hlegið mig máttlausa. Það getur verið
skemmtilegt, Guðsorðið, rétt eins og það, sem
veraldlegt er.“
Bókin var þá ein af smásagnasöfnum spé-
fuglsins mikla, Alberts Engströms.
Forseti U.IU.F.I. verður
þjóðgarðsvörður
Séra Eiríkur Eiríksson og ASalsteinn
Sigmundsson.
Séra Eiríki Eiríkssyni á Núpi hefur ver-
ið veitt embætti þjóðgarðsvarðar, og má
ætla, að hann verði einnig prestur Þing-
vallaprestakalls. Mun liann ekki taka við
embætti þj óðgarðsvarðar fyrr en á vori
komanda, þar eð hann hefur nú ærnum
störfum að gegna sem skólastjóri Héraðs-
skólans á Núpi, en þar eru fleiri nem-
endur í vetur en nokkru sinni áður eða
um 140, þó að fjölmörgum væri neitað
um skólavist, sem um hana sóttu.
Skinfaxi óskar séra Eiríki allra heilla í
hinu nýja ábyrgðar- og virðingarstarfi.