Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 9
Stúlkur úr Skarphéðni sýndu leikfimi undir stjórn Mínervu Jónsdóttur. flestum greinum. Frjúlsíþróttakeppni meÖ jafnágætri þátttöku liefnr ekki þekkst að- ur hér á landi. Þótt hart væri barizt og allir liafi lagt sig fratn af alefli, þá ríkti liér hinn sanni íþróttaandi, sem kemur fram í því aö taka þátt í heilbrigðri keppni og vera með án þess að eiga von um sigur. Áhorfendur kunnu vel að meta þessa góðu þátttöku og skemmtilegu keppni. Þúsundir áhorfenda viku ekki frá áhorf- endasvæðunum við leikvanginn, pallinn og sundlaugina. Það sannaðist hér að áhorf- endum er það meira virði að sjá marga keppendur í drengilegri og góðri keppni en 1—2 afreksmenn, eins og oft má sjá á „stórmótum" í lleykjavík. Sólarhitinn og nokkur vindur fyrri dag- inn var keppendum ekki jafn kærkominn og áhorfendum. Hitinn, sem komst allt upp í 27 stig í skugga á sunnudag, hafði lam- andi áhrif á marga keppendur, en samt sem áður verður árangur að teljast góður SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.