Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 16

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 16
ingaseðla en allmargir aðrir íþróttakennar- ar og æfingastjórar s.tjórnuðu æfingum í hinum ýmsu félögum. Þessar stóru fimleikasýningar, svo og þjóðdansasýningin, voru mjög til að auka á mikilleik mótsins og glæsibrag, og munu seint úr minni líða þeim, er á horfðu. Þjónusta og fyrirgreiðsla Það er fleira en íþróttakeppni sem þarf að skipuleggja og starfrækja á slíkri stór- hátíð, sem landsmótið á Laugarvatni var. Landsmótsnefnd hafði aðalskrifstofu sína í íþróttasalsbyggingu staðarins. Þar stóðu nefndarmenn í ströngu allan daginn. Þarna var upplýsingamiðstöð og aðalskrifstofa mótsins, og þarna var stöðugur straumur af fólki, sem þurfti að fá hina margvísleg- ustu fyrirgreiðslu. Það var vel séð fyrir veitingum af öllu tagi.. Sumarhótelið seldi mat á tveim hæð- um héraðsskólans, og Kvenfélag Laugdæla sá auk þess um kaffiveitingar í Barnaskól- anum. Þá voru veitingar af léttara taginu, svo sem gosdrykkir, pylsur, ís og sælgæti selt í fjölmörgum veitingatjöldum víðsveg- ar um mótssvæðið. Allt húsnæði sumarhótelsins var leigt af landsmótsnefnd og UMFÍ fyrir starfsmenn mótsins, leiðtoga keppendahópa, fulltrúa UMFÍ, blaðamenn o.fl. Aðstaða tilveitinga og hótelhúsrými er hvergi betra í dreif- býlinu á íslandi en á Laugarvatni. Yfirstjórn löggæzlu hafði sveit 26 lög- regluþjóna úr Ileykjavík undir forystu Óskars Ólasonar varðstjóra. Fórst þeim starfið vel úr hendi. Varðstjóri kvað starf þeirra hafa verið mjög auðvelt. Framkoma mótsgesta hefði verið mjög til fyrirmynd- ar og starf Iögreglunnar var nær eingöngu fólgið í að stjórna og skipuleggja hina gífurlegu bílaumferð um staðinn og ná- grenni hans. Þá aðstoðuðu einnig 50 ungmennafé- lagar úr Skarphéðni við umferðar- og lög- gæzlustörf og margskonar fyrirgreiðslu á mótinu. Þessi hópur var sérstaklega búinn undir þetta starf og var mikill hagur að starfi þessara pilta. Hjálparsveit skáta sló upp tjaldbúðum sínum á túninu við vesturenda Héraðskól- ans. Höfðu skátarnir slysavarðstofu í rúm- góðu tjaldi og auk þess annað stórt tjald með 10 sjúkrarúmum. í sveitinni voru 30 manns, piltar og stúlkur, og gegndu þau mjög mikilvægu þjónustuhlutverki á mót- UMSK vann hanknattleiks- keppni kvenna. Hér sækja UMSK-stúlk- urnar að marki þeirra þing- eysku. 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.