Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 44
Við kynntum í síðasta blaði nokkra úti- boltaleiki, og byrjum nú á því að skýra frá tveimur í viðbót. VEIÐIMANNABOLTI Markaður er leikvöllur með hornfánum, og er stærð hans ca. 15x15 metrar. Einn leikmanna er útnefndur „veiðimaður". Hin- ir eru veiðidýr, og eru þau aðgreind með bindi (vasaklút) um handlegginn. Veiði- maðurinn heldur síðan á veiðar. Hann hef- ur bolta að vopni og leitast við að „skjóta niður" veiðidýrin. Ef hann hæfir veiðidýr, skal „dýrið" leysa af sér armbindið, gerast hjálparmaður veiðimannsins og reyna einn- ig að skjóta niður veiðidýrin. Veiðimanna- hópurinn stækkar þannig smám saman, reynir að einangra veiðidýrin og skjóta að þeim úr öllum áttum. Veiðidýrin geta aðeins forðað sér með því að víkja sér und- an eða hlaupa, en þau verða alltaf að halda sér sinnan leikvallarins. Frckari leikreglur: Eftir hvert skot veiði- manns verður að skila honum boltanum. Ef veiðimaður óskar ekki að skjóta sjálfur, má hann kasta boltanum til hjálparmanns, sem e.t.v. er í betra færi, en sá má þó aðeins skjóta að veiðidýri ef hann hefur gripið boltann. Veiðimaðurinn og hjálparmenn lians mega aðeins skjóta úr kyrrstöðu. Ekki er leyfilegt að hlaupa með knöttinn. Skot er því aðeins talið hæfa, að það lendi beint í veiðidýri án þess að snerta fyrst jörðina eða annan leikmann. Það veiðidýr, sem síðast stendur eftir, verður veiðimaður í næstu umferð. MORÐBOLTI Hann er svipaður „veiðimannaboltanum", en í þessu tilfelli eigast við tvö lið. Valin eru tvö lið, sem jöfnust. Annað liðið er veiðimannalið og auðgreint með armbindi. Þeir, sem verða fyrir skoti í „dýraliðinu", eru úr leik. Einnig má leyfa þeim að halda áfram, en telja þau skot sem hæfa. Eftir fimm eða 10 mínútna hálfleik, skipta liðin um hlutverk. Að loknum seinni hálfleik hefur það liðið unnið, sem oftar hefur hæft andstæðingana. Að öðru leyti gilda sömu reglur og í „Veiðimannabolta." PÁFAGAUKSLEIKUR Einn viðstaddra er sendur í næsta her- bergi, og honum sagt, að hann geti aðeins leyst leikþrautina, ef hann hittir á rétta setningu eða Iátbragð, þegar hann komi aftur inn í samkvæmið. Og þegar hann kemur, hefur einn úr hópnum, „páfagauk- urinn", verið valinn til að apa eftir fórnar- lambinu bæði orð og athafnir. Ef fórnar- lambið sezt, þá gerir páfagaukurinn það einnig, ef fórnarlambið klórar sér á nefinu, 44 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.