Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 18
Starf og íórnfýsi Þegar landsmótsges'ir hngsa til heim- sóknar sinnar a5 Laugarvatni í sumar, mun þeim eðlilega efst í lniga stórfengleg í- þróttakeppni, góð skemmtiatriði, veður- blíða, fallegt umhverfi, góð fyrirgreiðsla og hinn ágæti andi sem á mótinu ríkti. Allt þetta virtist sjálfsagt og eðlilegt, eins og jafnan á skemmtimótum sem vel eru skipu- lögð og framkvæmd af traustri stjórn. En málgagn ungmennafélagshreyfingar- innar telur sér skylt að minna á, að allt þetta, nema liið ómetanlega tillegg veður- guðanna og staðhátta á Laugarvatni, var árangur af löngu og þrotlausu starfi ung- mennafélaga í öllum landshlutum, en þó auðvitað sérstaklega þeirra sem önnuðust Umf. Drengur 50 ára 50 ára afmæli Umf. Drengs í Kjós var lialdið hátíðlegt í félagsheimili Kjósverja Félagsgarði þann 16. okt. sl. Var samkoman öll hin prýðilegasta og bar hún, sem og gjafir, er bárust félaginu, vitni um hversu rætur þess eru sterkar í hugum Kjósverja eldri sem yngri og þáttur þess merkur um uppbyggingu hinnar ágætu sveitar og fé- lagssvæðis. Sambandsstjóri U.M.F.Í flutti ávarp og kveðju U.M.F.Í. og færði félag- inu að gjöf borðfána U.M.F.Í. Hvítbláinn. Fjölmenni var á þessari glæsilegu af- mælishátíð. undirbúning og framkvæmdir mótsins sjálfs. Héraðssambandið Skarphéðinn tók að sér í ársbyrjun 1963 að sjá um undirbúning og framkvæmd landsmótsins. Var þá þegar tekið að vinna margviss: að undirbúningi og honum haldið áfram með sívaxandi elju og kappi allt til þess að þetta rnikla starf blómstrði í hinni eftirminnilegu íþrótta- og æskulýðshátíð í júlímánuði 1965. Landsmótsnefnd var kosin á þingi HSK í janúar 1963,og voru þessir kosnir: Stefán Jasonarson (form.), Bjiirn Sigurðsson, Her- mann Guðmundsson og Hermann Sigur- jónsson. Síðar var Ármann Pétursson til- nefndur í nefndina af stjórn UMFÍ. Lands- mótsnefnd réði sér síðar framkvæmdastjóra, Hafstein Þorvaldsson, og á hans herðum hvíldi erilsamt og ábyrgðarmikið starf allt þar til mótinu lauk. Samstarf landsmóts- nefndar og framkvæmdastjóra var með á- gætum og hefur nefndin borið mikið, lof á framkvæmdastjóra sinn fyrir traust og dug- mikð starf og góða skipulagshæfileika, sem mjög þurfti á að halda við mótið. Þessir aðilar náðu ágætri samvinnu við alla þá fjölmörgu aðila, sem leita þurfti til í sam- bandi við landsmótið. Mjög er athyglisverður og eftirminnileg- ur sá áhugi sem framkvæmdastjóra, lands- mótsnefnd og forráðamönnum HSK tókst að vekja meðal fólksins á sambandssvæði HSK fyrir því að láta þetta landsmót verða héraðinu til sóma. Allir voru fúsir til að 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.