Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 41

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 41
þessara námskeiða, sem eru mjög til fyrir- myndar. Umf Bessastaðahrepps vinnur nú að bygg- ingu íþrótta- og leiksvæðis með góðum stuðningi hreppsnefndar. Hefir íþróttasvæð- ið nokkuð verið notað í sumar þótt ekki sé það enn fullbúið. Oflugt íþróttastarf er nú hjá félaginu. Umf Breiðablik í Kópavogi vinnur einn- ig að uppbyggingu síns íþróttasvæðis og miðar vel áfram. Félagið vinnur nú að mjög fjölbreyttum og margþættum störf- um og starfar með miklum blóma. Umf Slafholtshrepps rekur sundlaug að Varmalandi yfir sumarið eða 4 mánuði. Blómlegt íþróttalíf er í félaginu. Umf Hlíðin aðstoðar við byggingu sam- konnihúss við Þverárrétt í Þverárhlíð. Umf Brúin í Hvítársíðu gefur út hand- skrifað blað sem lesið er á fundum félags- ins. Umf Dagrenning í Lundareykjadal hefir fjölbreytt starf, t.d. starfsíþróttir, ferðalög, íþróttir og trjárækt. Vinnur nú að frágangi á félagsheimili í Brautartungu. Umf Haukur í Leirár- og Melasveit vinn- ur að byggingu félagsheimilis að Sunnu- hvoli. íþróttastarf nokkuð lijá félaginu. Umf Þrestir, Innri-Leirárhreppi, vinnur að byggingu íþróttavallar. Knattspyrna og liandknattleikur er iðkaður hjá félaginu. Umf Björn Hítdœlakappi, Hraunhreppi, leggur fram sjálfboðavinnu til byggingar félagsheimilis að Arnarstapa og fleiri bygg- inga. Gefur út jólakort og happdrættis- spjöld til fjáröflunar fyrir félagið. Félags- líf allt með miklum blóma í félaginu. Umf Skallagrímur í Borgarnesi stóð fyr- ir hátíðahöldum 17. júní. Hélt öskudags- fagnað. Vinnur að endurbótum á húsi fé- lagsins og einnig að byggingu íþróttavall- ar. Íþróttalíf er mikið í félaginu. Umf Árroði, Eyjahreppi, hafði spilakvöld vikulega í félagi við íþróttafélag Mikl- holtshrepps. Íþróttalíf er nokkuð í félag- inu. Iþróttafélag Miklholtshrepps lagði helm- ing nettótekna sinna til umbóta á félags- heimili sveitarinnar. Hefir lokið við byggingu íþróttavallar og hann tekinn í notkun. íþróttastarf mjög gott hjá félaginu. UMf Grundfirðinga hélt uppi kennslu í dansi fyrir yngstu meðlimina. íþróttir nokk- uð iðkaðar í félaginu. Grímudansleikur haldinn. Umf Eldborg heldur skemmtanir sínar í ágætu félagsheimili að Lindartungu. Farin skemmtiferð til Gullfoss og Geysis. íþrótta- æfingar eru hjá félaginu. Umf Trausti á háifan hlut félagsheimilis- ins Snæfell og hefir allgóða félagslega að- stöðu. Á hlutdeild í bókasafni. Umf Reynir, Hellissandi, vinnur að bygg- SKINFAXI 41

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.