Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 17
Piltar úr Skarphéðni sýntlu fimleika undir stjórn Þóris Þorgeirssonar. inu. Um 450 manns munu hafa leitað að- stoðar hjdlparsveitarinnar, en flest tilfellin voru minniháttar sólbruni. Um 10 manns sendti skátarnir til Iæknavarðstofu Jækna- nema í Héraðsskólanum til frekari með- höndlunar eða með sjúkrabílum til Selfoss. Margir mótsgestir gættu sín ekki á hin- um mikla sólarhita og fengu því að kenna á sólbruna í ríkum mæli. Skátarnir höfðu varðmenn niður við vatnið þar sem unga fólkið var að baða sig, og aðstoðuðu þá sem hjálpar þurftu. Allur útbúnaður lijálp- arsveitarinnar var fenginn að láni hjá Slysavarnafélagi íslands. Læknastúdentarnir Auðólfur Gunnarsson og Valgarður Egilsson önnuðust læknaþjón- ustuna og höfðu bækistöð í Héraðsskólan- um. Vel tókst einnig að greiða fyrir hinni gífurlegu umferð, sem var til Laugarvatns og frá mótsdagana. Tekin var upp ein- stefnuakstur að Laugarvatni yfir Lyngdals- heiði og um Svínavatnsveg í Grímsnesi á laugardag frá kl. 1—5 síðdegis og á sunnu- dag kl. 10 árdegis til 4 síðdegis. Frá kl. 4—12 síðdegis á sunnudag var einstefnu- akstur á þessum sömu leiðum frá Laugar- vatni. Vegaþjónusta Félags íslenzkra bifreiða- eigenda starfaði ötullega í sambandi við landsmótið undir yfirstjórn Magnúsar Valdi- marssonar. Níu bílar frá FÍB voru á veg- unum og aðstoðuðu um 300 bíla. Viðgerða- bíll frá Hjólbarðaverkstæði Vesturbæjar var staðsettur á Laugarvatni, og höfðu starfs- menn hans ærið að starfa. Snæfellingar áttu eitt í'allegasta hliðiö í keppendatjaldbúðunuin SKINFAXI 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.