Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 37

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 37
í milliþinganefnd vegna Þrastaskógar voru kosnir: Stefán Jasonarson, Snorri Þor- steinsson og Böðvar Pálsson. ASur en stjórnarkjör hófst höfðu þeir Skúli Þorsteinsson, Stefán Ól. Jónsson og Jón Ólafsson eindregið beðizt undan end- urkjöri í stjórn sambandsins. Formaður kjörnefndar, Sigurður Greipsson, þakkaði þeim ágæt störf í þágu ungmennafélaganna um árabil. Þá bauð hann hina nýkjörnu stjórnarmenn velkomna og óskaði þeim far- sældar í störfum. Þinglok. Að lokum flutti Eiríkur J. Eiríksson snjalla hvatningarræðu og gat sérstaklega tvegja fulltrúa, sem lengst hafa átt sæti á sambandsþingum, þeir»a Kristjáns Jónsson- ar fulltrúa frá Héraðssambandi Snæfells- ness- og Hnappadalssýslu og Þórðar Jóns- sonar fulltrúa Héraðssambands Þingeyinga. Bar hann fram þakkir sínar til allra full- trúa og starfsmanna þingsins. Þórður Jóns- son og Kristján Jónsson mæltu þakkarorð til sambandsstjóra og þingsins. Þingforseri, ólafur Kristjánsson, sleit síðan þinginu, þakkaði fulltrúum gott samstarf og óskaði þeim fararheilla og góðs gengis. Samþykktir þingsins ÍRÓTTAMÁL Þingið skorar á ríkisstjórn íslands að leggja fyrir Alþingi á komandi hausti til samþykktar frumvarj það til laga um breyt- ingu á Iögum um íþróttakennaraskóla ís- lands, sem nefnd skipuð af menntamála- ráðuneytinu samdi og skilaði ráðuneytinu í nóvember 1964. Telur þingið að frumvarpið feli í sér aukna aðstöðu til menntunar og þjálfunar leiðbeinendum sem annast eiga stjórn hins íþróttalega og félagslega starfs innan ung- mennafélaganna. 24. sambandsþing UMFÍ fagnar þeim íþróttamannvirkjum, sem nú er verið að ljúka við á vegum íþróttakennaraskóla ís- lands að Laugarvatni og þakkar ríkisstjórn góðan skilning á nauðsyn þeirra fram- kvæmda. Þingið samþykkir að skora á ríkisstjórn- ina að fá samþykkta á fjárlögum 1966 það háa upphæð til byggingar heimavistar í- þróttakennaraskóla íslands, að heimavistar- húsið megi fullgera 1967, svo skólinn geti tekið húsið í notkun 1. október það ár. Þingið lýsir yfir þakklæti st'nu til þess skólastarfs sem allt frá 1932 hefur verið innt af höndum að Laugarvatni til mennt- unar og þjálfunar kennara og leiðbeinenda fyrir störf ungmennafélaga, og bindur mikl- ar vonir til starfsrækslu íþróttakennaraskóla íslands til eflingar ungmennafélagsskapnum. Þingið lætur í ljós ánægju sína yfir vax- andi starfrækslu sumarbúða á vegum hér- aðssambanda. Samþykkir þingið að fela stjórn UMFI að vinna að samræmingu styrkja til þessa starfs og setja reglur um starfstilhögun og starfsmannahald. Þá vekur þingið athygli á tilbreytni í rekstri sumarbúða t.d. að fyrir eldri ung- linga sé hafður sá háttur á, að þeir vinni fyrir uppihaldi sínu með 4 tíma daglegri vinnu og njóti síðan ókeypis tilsagnar í íþróttum. Einnig bendir þingið á þá nauðsyn að efnt sé til námskeiðs í félagsstörfum. SKINFAXI 37

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.