Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 20
IVæsÉstærsÉa borg á f slandl
Meðan landsmótið fór fram var reist á
Laugarvatni næstfjölmennasta borg á ís-
landi. Hún var ekki gerð af grjóti og járni,
heldur var þetta stærsta og fallegasta tjald-
búða-borg, sem sést hefur hér á landi.
TJALDBÚÐIRNAR
A túninu við Lindarskóga og á Tjaldflöt,
austan við barnaskólann reis kjarni þessarar
marglitu borgar, en útborgir liennar teygð-
ust vítt um skóglendið í hlíðum Laugar-
vatnsfjalls. Þetta voru tjöld af ólíkustu stærð
og gerð og í öllum regnbogans litum, og
þótt ekki væri mikið um skipulögð breið-
stræti í borginni, þá var hún falleg og
lífleg yfir að líta ofan úr fjallshlíðinni.
Rómantíkin settist einnig að á Lanflsmót-
inu eins og vænta mátti.
Önnur minni borg var reist neðan við nýja
leikvanginn, og voru þar tjaldbúðir kepp-
enda úr hinum ýmsu landshlutum. Margir
keppnihópar höfðu reist falleg og sérkenn-
andi hlið fyrir framan tjaldbúðir sínar, og
var allt með hinum mesta myndarbrag.
í hinni stóru tjaldborg á Laugarvatni,
sem reist var í svo mikilli skyndingu, ríkti
yfirleitt góður menningarblær. Engin borg
getur státað af meiri lífsgleði og æskufjöri
en borgin sú, og átti góðviðrið auðvitað
sinn þátt í þeirri góðu stemningu, sem
þarna ríkti.
BAÐST R ÖNDIN
Tjaldborg landsmótsins, sem lifði skamma
ævi en góða, náði alveg niður að vatninu,
og þar átti hún sína baðströnd, hin vin-
sælustu og fjölsóttustu sem um getur hér
á landi. í brennandi sólarhitanum freistaði
vatnið margra mótsgesta. Hinsvegar höfðu
ekki allir verið svo forsjálir að taka með
sér sundföt. Ýmsir notuðust þess í stað við
náttföt og annan léttari klæðnað, en í hita
og skemtun dagsins stóðust sumir ekki
freistinguna og skelltu sér í vatnið í fötun-
um. Haft er eftir einni hnátu, sem kom
upp úr votninu í sundblautum fötum: „Uss,
þetta gerir ekkert til, maður lendir ekki
í svona nokkru nema einu sinni á ævinni'.
20
SKINFAXI