Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 11
122 ungmennafélagar úr Skarpliéðni sýndu þjóðdansa undir stjórn Hafsteins Þor- valdssonar. um þessum dagskrárliðum, en að þeim loknum hófst dans á brem stöðum á móts- svæðinu, svo nóg var um að velja fyrir unga fólkið, sem vildi skemmta sér á fögru sumarkvöldi í fallegu umhverfi. Hátíðardagskrá Hátíðardagskrá mótsins fór fram síð- degis á sunnudag. Var sérstaklega til henn- ar vandað, og höfðu hundrtið ungmenna- félaga í Skarphéðni lagt mikla vinnu í að undirbúa hana og gera hana sem glæsileg- asta. Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, sýndi ungmennafélagshreyfingunni þann lieiður að heimsækja landsmótið. Var hann viðstaddur hátíðardagskrána á stinnudag. Hátíðardagskráin hófst með messu, og prédikaði séra Eiríkur J. Eiríksson, en kór Skálholtsdómkirkju söng. Avarp formanns landsmótasnefndar Að lokinni messu flutti formaður lands- mótsnefndar, Stefán Jasonarson í Vorsabæ, ávarpsorð og mælti á þessa leið: „Forseti íslands, herra Ásgeir Ásgeirsson. Heiðursgestur Iandsmótsins, Bjarni Bjarna- son og frú. Ungmennafélagar og aðrir mótsgestir. Fyrir hönd framkvæmdanefndar 12. landsmóts Ungmennafélags íslands býð ég ykkur velkomin á þessa hátíðasamkomu. Fyrsta landsmót ungmennafélaganna var haldið á Akureyri 17. júní 1909, á þeim tíma, sem áhrifin frá ljóðum aldamóta- skáldanna voru að seitla inn í þjóðarsálina. Þá var bjart yfir framtíð ungmennafé- Iaganna á íslandi — þau áttu fangið fullt af verkefnum. Síðan það mót var haldið hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þjóðin hefur flutzt SKINFAXI 11

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.