Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 40

Skinfaxi - 01.11.1965, Blaðsíða 40
Frá starfsemi ungmennafélaganita Héraðssamband Vestur-lsfirðinga efndi til íþróttanámskeiðs fyrir unglinga að Núpi í Dýrafirði 10.—20. júní. Þátttakendur voru 100. Kenndar voru eftirtaldar íþróttagrein- ar: Frjálsar íþróttir, leikfimi, knattspyrna, körfuknattleikur og handknattleikur. Kenn- ara voru Sigurður Guðmundsson, Valdimar Örnólfsson, Vilborg Guðjónsdóttir og Þór Hagalín. Á sama tíma og námskeiðið fór fram, dvöldu einnig á Núpi stúikur og piltar úr HVÍ, sem æfðu fyrir héraðsmót HVÍ og landsmótið á Laugarvatni undir handleiðslu Valdimars Örnólfssonar. Unglinganámskeið hafa verið haldin á Núpi árlega síðan 1959. Yngstu þátttak- endurnir eru 13 ára og margir þeirra koma árlega á námskeiðin til 16 ára aldurs. Þetta er hin merkilegasta starfsemi og hafa nám- skeið þessi mikið félagslegt og íþróttalegt gildi. Auk íþróttaiðkana er haldin kvöld- vaka daglega með ýmsum skemmtiatriðum. Sigurður Guðmundsson íþróttakennari, for- maður HVÍ, hefur verið aðalskipuleggjandi Veiting'askáli UMFÍ, Þrastalundur, stendur á fallegum stað í gróðursælasta liéraði land sins. 40 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.